23.12.2009 | 10:10
Betra að það sé snjór. Einfalt mál.
Af hverju er snjórinn svona mikið atriði í jólasöngvum? Af hverju er honum hampað svona mikið um jólin?
Af hverju heitir fyrsta jólalagið sem varð að verulegum heimssmellli "Hvít jól", "White christmas"?
Er það eitthvert sérstakt keppikefli að hafa hálku og jafnvel ófærð og hríð um jólin?
Ég áttaði mig ekki til fulls á þessu fyrr en í fyrradag þegar ég heyrði um umræðuefnið í símtali konu minnar og tvíburasystur hennar, sem á heima í Bolungarvík.
Systirin fyrir vestan sagði að myrkrið væri svo miklu meira þegar jörð væri auð.
Já, auðvitað ! Einfalt mál. Á svona norðlægri breiddargráðu skreiðist sólin ekki uppfyrir sjóndeildarhringinn nema rétt í 2-3 klukkustundir og það munar mikið þá birtu sem snjórinn gefur, einkum ef það er stillt veður og tunglskinsbjart.
Þess vegna er full ástæða tila að taka undir þegar sungið er: "Meiri snjó! Meiri snjó! Meiri snjó!"
![]() |
Stormi spáð á Vestfjörðum á aðfangadag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)