Gluggagćgir, mesti jólasveinn sem ég hef ţekkt.

Hjálmar Gíslason heitir mađur og átti 91 árs afmćli fyrir nokkrum dögum.

Hjálmar er einn af ţessum mönnum sem manni finnst ađ hafi alltaf veriđ til og verđi ţađ áfram.

Ég hef komist í kynni viđ marga jólasveina í gegnum tíđina en Hjálmar verđur alltaf fremstur međal jafningja í mínum huga.

Áđur en jólasveinarnir fóru ađ skemmta viđ Austurvöll ţegar kveikt er á Oslóarjólatrénu tíđkađist ţađ í nokkur ár ađ ţrír jólasveinar kćmu fram fyrir mannfjölda á torginu, sem stóđ á torginu, sem nú ber nafniđ Ingólfstorg, en var ţá kallađ Hótel Íslands planiđ eđa Hallćrisplaniđ.

19641206Morgunbladid04JolasveinariVesturveri

Í síđastnefnda nafninu fólst glens um ţá sem ţar voru á ferli á rúntinu ţar sem "konur voru í karlaleit og karlar í konuleit" eins og segir í lagi Stuđmanna.

Ţeir jólasveinar sem ţarna birtust börnum og fullorđnum hétu Gáttaţefur, Gluggagćgir og Giljagaur.

Var Giljagaur ţeirra stćrstur eins og sjá má af mynd sem birtist í dagblađi 1964 og Jónas Ragnarsson, höfundur bókarinnar Jólaminningar sendi mér.

Viđ héldum margar ćfingar fyrir ţessar uppákomur, ég, Hjálmar og Tómas Grétar Ólason, sem lék á harmonikkuna.

Hjálmar var lipur hagyrđingur og saman gerđum viđ nokkra texta eins og Jólasveinn, taktu í húfuna á ţér og Jólasveinarnir talast viđ.

En Hjálmar hafđi annan óborganlegan eiginleika. Jafnskjótt og hann var komin í gerviđ vék hann til hliđar fyrir öđrum persónuleika, sem hét Gluggagćgir.

Hann bókstaflega umbreyttist og hafđi alger hamskipti. Hjálmar Gíslason fór heim til sín á međan á ţessu stóđ en Gluggagćgir fór hamförum í Vesturveri eins og búđirnar á neđstu tveimur hćđum Morgunblađshallarinnar hétu.

Um ţetta hef ég ađeins ţau orđ sem eru yfirskrift ţessa pistils: Gluggagćgir er mesti og sannasti jólasveinn sem ég hef kynnst.

Ađ svo mćltu sendi ég öllum sem ţessa pistla lesa eđa hafa lesiđ mínar bestu jólaóskir og ţó einkum hinum 91.árs gamla öldungi sem gladdi mig svo mjög í ţá gömlu góđu daga svo og Giljagauri, alias Tómasi Grétari Ólasyni. Lifiđ heil !


Guđmundur Guđmundarson.

Í gćr var til grafar borinn Guđmundur Guđmundarson, oft kallađur Guđmundur í Lindu eđa Linduumbođinu á sinni blómatíđ, ţegar hann stýrđi Linduumbođinu í Reykjavík. 

Guđmundur varđ 89 ára gamall og međ er genginn einn af ţeim sem voru bakhjarlar revíanna og léttleikans upp úr miđri síđustu öld.

Guđmundur gerđi ýmsa af revíusöngvum og gamanvísum ţess tíma, en einna vinsćlastur var texti hans viđ lagiđ Dómínó, sem Brynjólfur Jóhannesson söng ásamt fleiri lögum inn á plötu um miđjan sjötta áratuginn.

Guđmundur var einn af örlagavöldum mínum ţví ađ sem framkvćmdastjóri Hljóđfćraverslunar Sigríđar Helgadóttur fékk hann mig til ađ syngja inn á fyrstu plötuna mína lögin "Mér er skemmt" og "Botníuvísur."

Fyrstu veturna sem ég var skemmtikraftur vildi ég ekki leika jólasvein, fannst ekki viđ hćfi ađ "grćđa á jesúbarninu" eins og ég orđađi ţađ.

Ég gerđi ţó textann "Jólasveinninn minn" fyrir hljómsveit Svavars Gests og ţegar Guđmundur fékk mig ásamt Hjálmari Gíslasyni og Tómasi Grétari Ólasyni til ađ leika jólasveinana Gáttaţef, Gluggagćgi og Giljagaur á svölunum á Vesturveri í Morgunblađshöllinni fyrir mannfjölda sem stóđ ţar sem nú er Ingólfstorg, var hrundiđ af stađ ferli sem enn sér ekki fyrir endann á hvađ jólalög og jólatexta snertir. 

Guđmundur var ákaflega léttur og skemmtilegur mađur og ţađ var unun ađ vera međ honum og Svavari Gests og fleirum húmoristum í Lionsklúbbnum Ćgi ţar sem ţeir héldu uppi fjörinu.

Hann var traustur, kćr og ljúfur vinur minn alla tíđ og ég verđ honum ćvinlega ţakklátur fyrir ađ hafa eignast hann sem vin og velgjörđamann. 

Guđmundur vildi halda gleđinni á lofti og lét jarđa sig í kyrrţey.  

Ég fann nýlega nokkra fyrriparta og botna frá sérstöku hagyrđingakvöldi lionsklúbbsins Ćgis, sem jafnframt var konukvöld.  

 Ţar átti Guđmundur átti góđa spretti og ţađ var ekkert dregiđ af sér. 

Ég ţykist vita ađ ţađ var í anda Guđmundar ađ halda gleđinni á lofti og lćt tvćr vísur flakka hér en ţví miđur treysti ég mér ekki til ađ birta ţá bestu ţví ađ stemning og ađstćđur ráđa ţví hvort hún á viđ.

 

Guđmundur sendi Ragnari Magnússyni ţennan fyrirpart:

                  Ragnar eg í anda sé   /

                  oft á truntubaki.             

 og Ragnar svarađi:

                  Sá hefur hvorki frćgđ né fé    / 

                  fengiđ af ţví skaki.  

 

Ég lagđi ţennan fyrirpart fyrir Guđmund: 

                 Hvenćr kemur ađ ţví ađ    /

                 á ţér túlinn ţagni?      

Og ekki stóđ á svarinu: 

                 Skrítinn ertu, skítt međ ţađ.   / 

                 Skallinn af ţér flagni !  

 

Ţađ var sjónarsviptir ađ Guđmundi ţegar hann sakir Alzeimersjúkdóms varđ ađ draga sig í hlé.

Ég votta ađstandendum hans samúđ mína vegna brotthvarfs góđs og gleđigefandi drengs.  

 

 


Bloggfćrslur 24. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband