31.12.2009 | 16:11
Verður að hætta við tiltækið.
Ég trúi því ekki að menn ætli af ásetningi að trylla hesta úr skelfingu í hesthúsabyggð með hávaða og látum við brennu rétt hjá henni, heldur hljóta að þetta vera slæm mistök sem menn eiga að leiðrétta hið snarasta.
Ég bý á stað í borginni þar sem ákveðnir áhugamenn um sprengingar og hávaða byrja á Þorláksmessu og halda áfram daglega frá morgni til kvölds að sprengja sprengjur og skjóta flugeldum í tvær vikur upp frá því.
Ég læt þetta yfir mig ganga því að það þýðir ekkert að höfða til þess að hér sé um ólöglegt athæfi að ræða, það ræðst víst ekki neitt við neitt.
Ég undrast hins vegar hver ósköp af flugeldum og sprengjum þessir menn eða þessi maður hafa yfir að ráða. Virðist kreppan ekkert hafa dregið úr því nema síður sé.
Einhverjir segja kannski að þetta sé nöldur en mér finnst dregið úr hátíðleika áramótanna með því að dreifa þessum aðgerðum sem daglegum atgangi og ærandi hávaða frá allt frá því snemma á morgnana fram undir miðnætti.
Hamagangurinn sem stefna á í nálægt hesthúsabyggðinni er klárt brot á dýraverndarlögum og verður að taka á þessu máli samkvæmt því.
Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að meðal annars vegna þess að flugeldasýning almennings dregur ferðamenn til landsins sé allt í lagi að halda þeim sið, þótt hann kosti eitthvert fé.
En á krepputímum er vel hægt að hafa þetta í hófi og mér finnst það eyðileggja spennuna fyrir útlendingana að vera sprengja og skjóta í tíma og ótíma.
![]() |
Óskiljanlegt að veita brennuleyfi við Heimsenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.12.2009 | 00:37
Áralangt verkefni framundan.
Nú eru aðeins tveir kostir uppi í stöðu Icesave-málsins og rétt að skoða þá báða.
Ef forsetinn skrifar undir mun að vísu ljúka því ástandi að Alþingi og stjórnvöld séu upptekin af þessu máli og upp runninn sá tíma að hægt sé að fara að snúa sér að öðrum brýnum verkefnum, sem hrópa á úrlausn.
Hins vegar mun þá bíða stjórnvalda margra ára starf líkt því sem beið Þjóðverja eftir Versalasamningana þegar þeir urðu að beygja sig undir nauðasamninga sem lögðu á þá fáránlegar byrðar sem þeir gátu á engan hátt staðið undir, mun óbærilegri byrðar en við tökum á okkur nú.
Það þarf að afla markvisst, ötullega og af lagni málstað okkar skilnings hjá viðsemjendum okkar og fá þá til að axla stærri hluta af þeim byrðum sem þetta mál hefur velt á herðar þeirra sem báru sameiginlega ábyrgð á því.
Þetta eru svo mörgum sinnum stærri þjóðir en við að það verður að fá þær til að taka meira tillit til þess stærðarmunar en tekist hefur að fá þær til að gera.
Þjóðverjar komust að nýjum samningum sex árum eftir Versalasamningana, svoefndum Locoarno-samingum 1925 og þeir hefðu kannski reynst haldgóðir ef kreppan mikla hefði ekki eyðilagt grundvöll þeirra.
Ef forsetinn notar sér vald sitt samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, taka lögin að vísu gildi, en verður vísað til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem samkvæmt lagabókstaf á að halda eins skjótt og verða má.
Um það gilda engar nákvæmar reglur og raunar skortir tilfinnanlega á það. Hafa þyrfti nógu langan aðdraganda til að málið væri vel rætt og reifað.
Á þeim tíma myndi ríkja svipað óvissuástand og ríkt hefur í haust á meðan þessir samningar hafa verið þæfðir á þingi.
En hvernig sem mál veltast er ljóst að Icesave-málið verður stórverkefni svo mörg ár sem munu líða áður en því lýkur endanlega.
![]() |
Alþingi samþykkti Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)