8.12.2009 | 12:34
"Ofurmaðurinn" er ekki til.


Nasistar trúðu því að hægt væri að búa til kynþátt ofurmenna sem réði heiminum. Á síðustu árum sínum varð Hitler sjálfur samt að skjálfandi lyfjafíkli og Hermann Göring ríkismarskálkur var heróinfíkill.
Í Sovétríkjunum trúðu menn því að búið væri að útrýma vændi.
Í ferð myndarlegra bílablaðamanna til Murmansk 1978 sem ég fór í ásamt konu minni voru nokkrir laglegir einhleypir menn.
Við vorum við fljót að frétta af því að af mörgum innfæddum, sem vildu eiga við okkur ólögleg viðskipti, voru vændiskonur fyrirferðarmiklar.
Eisenhower var fyrirmynd um siðsamlegt líferni en síðar kom í ljós að hann átti viðhald þegar hann var yfirhershöfðingi Bandamanna í stríðinu.
Franklin Delano Roosevelt átti eiginkonu sem var stórkostleg manneskja og fyrsta bandaríska forsetafrúin sem komst til sambærilegrar virðingar. Þótt lamaður væri að miklu leyti og bundinn við hjólastól lengstum átti FDR samt hjákonu.
Breyskleiki og ófullkomleiki andlegra leiðtoga hefur orðið opinber og verður opinber með reglulegu millibili svo lengir sem maðurinn lifir í núverandi mynd hér á jörðinni.
Ekki þarf að orðlengja um hliðarspor Kennedy-bræðra eða Bills Clintons og margar heimsfrægar konur glímdu við Bakkus og voru ekki allar þar sem þær voru séðar.
Rokkkóngarnir Presley og Jackson voru engin ofurmenni nema á afar afmörkuðu sviði.
Stalín var tákn andbandarískrar stefnu en sat um nætur og horfði á bandarískar kúrekamyndir.
Vitað er að Tiger Woods hefur flestum öðrum íþróttahetjum framar gert færni sína í íþróttinni að algeru forgangsatriði í smáatriðum, sem sum hver hafa sýnst smásmuguleg fram úr hófi.
Í slíkri fullkomnunaráráttu liggur hættan á lyfjamisnotkun og hrösun í leyni.
"Ofurmaðurinn" er nefnilega ekki til og mér liggur við að segja, þrátt fyrir allt, - sem betur fer.
![]() |
Eiginkonan farin frá Tiger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
8.12.2009 | 12:08
Hvar stendur Reykjavík?
Sú var tíð að Reykjavík var í augum okkar hreinasta og umhverfisvænasta borg Evrópu. Ástæðan var sú að borgin var hituð upp með heitu vatni en ekki kolum eða olíu.
Ástæða þess að Reykjavík er ekki á listanum, sem birtur hefur verið um umhverfisvænustu borgir Evópu, er sú að Reykjavík er ekki ein af 30 stærstu borgum álfunnar og því ekki tekin með.
En hvernig skyldi Reykjavík standa ef hún yrði tekin með í stærra úrtak? Með yfirburði?
Jú, kannski ef tekið er tillit til þess hvað mengun frá upphitun vegur þungt og þar njótum við heita vatnsins.
En á öðrum sviðum er niðurstaðan ekki eins skýr og fyrrum, jafnvel þótt búið sé að hreinsa strendurnar.
Eðlilegt væri að höfuðborgarsvæðið væri tekið sem heild, samanber það að Frederiksberg er vafalaust tekin með í reikninginn varðandi Kaupmannahöfn.
Lofttgæði á höfuðborgarsvæðinu eru ekki eins og þau voru áður. Álver við Hafnarfjörð mengar og á svæðinu er mest mengandi og eyðslufrekasti bílafloti Vestur-Evrópu, stærri hluti flotans stórir bílar og hvergi í álfunni minna hlutfall af dísilbílum.
Hjólreiðar eru sáralitlar þrátt fyrir umbætur á því sviði.
Nú þegar stenst andrúmsloftið í Reykjavík ekki lágmarkskröfur Kaliforníu 40 daga á ári hvað snertir lykt og gæði vegna sívaxandi magns brennisteinsvetnis sem streymir þessa daga frá hinum "hreiinu" jarðvarmavirkjunum fyrir austan borgina.
Þar fer 85% orkunnar út í loftið og að óbreyttri nýtingu og tækni og stórauknum virkjunum mun þetta versna.
Svifryksmengun í borginni fer yfir mörk nokkra daga á vetri hverjum og er einhver sú mesta sem þekkist.
Við leiddum heitt vatn í borgina af hreinum peningasjónarmiðum en ekki vegna þess að við værum svona mikið hugsjónafólk.
Ef við lítum gagnrýnum augum á okkur sjálf sjáum við að við ættum að fara varlega í að berja okkur á brjóst og hreykja okkur.
![]() |
Kaupmannahöfn umhverfisvænust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.12.2009 | 00:16
Jeppi valt, bravó! - Æ! Afsakið!
Loksins hillir undir sigur í "bílvelta varð"- málinu sem ég hef rekið hér á bloggsíðu minni mánuðum saman í að því er virtist vonlausri baráttu fyrir því að þessi málleysa verði lögð af.
Í stað fyrirsagnarinnar "bílvelta varð" um óhapp í Austur-Húnvatnssýslu í kvöld eða jafnvel "jeppavelta varð", kemur þessi fína fyrirsögn hér á mbl.is "jeppi valt".
Þessu hlýt ég að fagna útaf fyrir sig þótt að sjálfsögðu ætti ég að biðjast afsökunar á því að láta slíka tilfinningu í ljósi yfir leiðinlegum atburði og votta að sjálfsögðu manninum samúð mína sem í þessu lenti.
![]() |
Jeppi valt í A-Húnavatnssýslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)