9.12.2009 | 21:12
Góðir menn í góðum gír.
Þegar mál Fíladelfíu og Friðriks Ómars kom upp um daginn lýsti ég hér á síðu minni afburða góðum kynnum mínum af Friðriki Ómari og Óskari Einarssyni og hans fólki í kór safnaðarins.
Við þetta fólk hef ég átt eitthvað það ánægjulegasta samstarf sem ég minnist og það gleður mig því afar mikið að þetta mál er leyst farsællega.
![]() |
Friðrik Ómar og Fíladelfía sættast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2009 | 06:16
Fór þó betur en á horfðist.
Ekki er vitað um jafn langa og heita sjálfstæðisbaráttu og þá íslensku frá 1830-1944 sem ekki kostaði neitt manslíf. Þetta var mikil gæfa.
Sagnfræðingar framtíðarinnar munu einnig reka augun í það að þrátt fyrir meiðsl sem hlutust af mótmælum og óeirðum í Búsáhaldabyltingunni kostaði hún ekkert mannslíf en hefði samt getað gert það þegar átökin voru hörðust.
Þeir munu einnig reka augun í það þegar sérstök sveit mótmælenda kom lögreglumönnum til hjálpar þegar minnstu munaði að illa færi og einnig hvernig ákveðin tillitssemi var á stundum sýnd á báða bóga.
Þrátt fyrir áverka og mikil átök fór betur en á horfðist og við sluppum fyrir horn.
Ég var þátttakandi í þessum atburðum og vitni að því þegar báðir aðilar gengu of hart fram eða gerðu sín mistök eins og gengur í hita leiksins, en einnig vitni að því þegar sýnd var tillitssemi og sanngirni á þann hátt að sómi var að, þrátt fyrir allt.
![]() |
Níu lögreglumenn krefjast bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.12.2009 | 05:47
Mannauðurinn.
Mannauðurinn er stærsta auðlind Íslendinga, þótt hvorki sé hægt að vigta hann í tonnum né slá á hann mælistiku hestafla eða megavatta.
Ég hef margsinnis tekið fyrirtækið CCP sem dæmi um þetta en aldrei er góð vísa of oft kveðin.
Margir virðast eiga mjög erfitt með að samþykkja þetta og hallast frekar að því að leita í örvæntingu að hverju því sem getur gefið fljótfengnar krónur á svipaðan hátt og þegar fótkaldir menn pissa í skó sína.
Verstu áhrif kreppunnar eru þau að missa fólk úr landi, fólk sem gæti lagt sitt af mörkum til aukinna afkasta þjóðarinnar á öllum sviðum.
Sumt af því sem mannauðurinn gefur er þó hægt að mæla í efnislegum tölum, bæði krónum og tonnum sem fást vegna þess álits og virðingar sem afrek mannauðsins getur gefið þjóðinni.
Í gróðærinu svonefnda kom nefnilega vel í ljós hvað þessi tvö atriði geta skapað mikil bein verðmæti í formi viðskiptavildar.
Grátlegasta afleiðing hrunsins var hrun álits Íslendinga og virðingar og endurheimt þessa tveggja er því brýnasta verkefni þjóðarinnar á næstu árum.
![]() |
Íslenskur ljósmyndari verðlaunaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)