1.2.2009 | 19:54
Hvert skref í rétta átt er sigur.
Ég hef ekki séð stjórnarsáttmálann allan ennþá en heyrt, að í honum sé ákvæði um að breyta kosningalögum í þá átt að leyfa persónukjör í alþingiskosningum. Þarna yrði um að ræða litla breytingu á 82. grein laganna, sem gæti komist fyrir í einni setningu.
Þetta yrði aðeins eitt skref í átt til aukis lýðræðis og ekki er gefið upp hve langt yrði gengið í þessu efni í komandi löggjöf.
Varla yrði þó hægt að ganga skemur en að leyfa framboðum að bjóða upp á persónukjör ef þau kjósa að gera það.
Eftir að ég hef ítrekað í blaðagreinum og útvarps- og sjónvarpsviðtölum gert þetta að einu af baráttumálum mínum gleður það mig mikið að þetta skuli vera komið á blað.
Þetta sýnist kannski ekki vera stórt skref, en miðað við kyrrstöðuna, sem hefur ríkt í þessum málum, er það stórt.
Nú vantar bara að hinn ósanngjarni 5% fylgisþröskuldur verði afnuminn, en í Silfri Egils í dag ítrekaði ég enn einu sinni hvernig þetta ákvæði gæti til dæmis snúist upp í það, ef miðað væri við fylgistölurnar 4% hjá Frjálslyndum og 4% hjá Íslandshreyfingunni í Þjóðarpúlsi Gallups nýlega, að 16000 kjósendur væru sviptir rétti til að eiga fulltrúa á þingi.
Það samsvarar næstum öllum greiddum atkvæðum í norðvesturkjördæmi og þætti ekki lýðræðislegt ef heilt kjördæmi fengi engan þingmann.
![]() |
Lyklaskipti í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.2.2009 | 15:50
Eldskírn Jóhönnu.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur gengið í gegnum margt á ferli sínum ekkert af því verður þó í líkingu við það sem blasir við henni nú. Það hefur komið fyrir marga stjórnmálaleiðtoga að vera í hálfgerðri pólitískri útlegð um lengri eða skemmri tíma.
Sumir af mestu stjórnmálaforingjum heimsins máttu þola að vera í skugganum í mörg ár.
Winston Churchill var tvívegi í pólitískri útlegð, fyrst á milli heimsstyrjaldanna og síðan fyrstu fimm árin á eftir. En hans tími kom tvisvar.
Charles De Gaulle fór í sjálfskipaða útlegð 1949-1958, tók við forystu Frakklands á ögurstundu og kom á stjórnarskrá sem hefur virkað ágætlega miðað við glundroðann 1945-1958.
Nú reynir til hins ítrasta á Jóhönnu því að það sáttasemjara-, leiðtoga og verkstjórnarhlutverk sem hún hefur tekið að sér er eitt hið erfiðast sem hægt er að hugsa sér, þótt til skamms tíma sé.
Vonandi gengur henni vel, - þjóðin þarf á því að halda. Hennar tími er kominn, en hve lengi ?
Vísa til lagsins sem ég tileinkaði henni í bloggpistlinum "Saga Jóhönnu" í fyrrakvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)