12.2.2009 | 23:24
Boðhlaup.
Stjórnarskipti eru staðreynd. Stjórnmálamenn og embættismenn eru því í boðhlaupi þar sem færa þarf kefli endurreisnarinnar áfram þannig að sem minnstur tími tapist.
Í boðhlaupi færist keflið á milli manna á ákveðnum stað. Áður en það gerist fer sá sem á að taka við keflinu af stað þegar sá sem er með keflið nálgast hann. Fari viðtakandinn of snemma af stað nær sá sem afhenda á honum ekki og úr verður töf þar sem viðtakandinn verður að hægja mjög á sér eða stansa til að keflið komist í hendur honum.
Fari viðtakandinn of seint af stað verður hálfgerður árekstur þegar sá sem afhenda á rekst aftur á viðtakandann eða verður að bremsa sig mikið niður.
Þegar boðhlaupið er rétt framkvæmt eru báðir hlaupararnir á ferð samtímis og báðir á fullri ferð þegar hinn aftari teygir höndina fram og leggur keflið í útréttan lófa hins fremri.
Um þetta snúast hlutverkaskipti þau sem teljast nauðsynleg ef hlauparinn sem afhendir keflið var of hægfara eða jafnvel haltur og þess vegna nauðsynlegt að hvíla hann og færa keflið í hendur hraðskreiðari, óþreyttum eða óhöltum manni. Það má engan tíma missa.
![]() |
Niðursveiflan meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2009 | 18:40
"Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum..."
Orðalagið hér að ofan var notað á sínum tíma þegar nefndarmaður um einkavæðingu bankanna sagði sig úr nefndinni á sínum tíma. Það var upphafið á einkavinavæðingunni, helmingaskiptunum og sjálftökuspillingunni sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson stóðu fyrir.
Líkast til á álíka orðbragð eftir að heyrast oft um ýmislegt á næstunni.
![]() |
Aldrei kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2009 | 15:22
Kreppan að koma til Kanarí.


Enn er fjör á Klörubar á Kanarí þar sem myndin hér fyrir ofan var tekin í morgun. Í gær röltum við með Finni Valdimarssyni og Ingibjörgu konu hans um helstu Íslendingaslóðir hér.
Á einum stað, þar sem venjulega hefur verið krökkt af fólki, var enginn í gærkvöldi. Það er billjarðstofa í miðbænum á Ensku ströndinni sem hin myndin er af hér á síðunni. Ástæðan: Kreppan er að byrja að sýna klærnar á Kanaríeyjum og það á eftir að verða verra.
Með hjálp konu minnar tókst mér undir forystu Helgu konu minnar að prútta forláta hleðslutæki fyrir myndavélar niður í brot af verðinu sem slík tæki kosta heima. Já, kreppan er komin hingað !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2009 | 11:19
Ótrúlegt minnisleysi ?
Segjum sem svo ad ég sé leiðsögumaður í hópferð jeppaeigenda akandi á fullri ferð niður krókóttan fjallveg með hálkublettum og heil halarófa af jeppum á eftir mér.
Á áningarstad í fjallshlíðinni hitti ég staðkunnugan mann sem segist eftir á hafa varið mig við því að ef ég haldi áfram á þessum hraða niður hlíðinu, þá muni hemlarnir ofhita og missa virknina með slæmum afleiðingum.
Og þótt ég kunni að vísu að komast klakklaust í gegnum verstu beygjurnar, muni allt fara á versta veg ef ég lendi á hálkubletti í slíkri beygju.
Þá muni jeppahalarófan ekki eiga neinn möguleika, heldur fara út af veginum og hrapa niður í djúpt gil.
Hann aðvarar mig einnig varðandi það að nota ekki bílbelti eða gera neinar ráðstafanir því að gilið sé svo djúpt að allir bílarnir muni velta og gereyðileggjast ef þeir lendi þar.
Ég held samt áfram og geri ekkert, grínast meira að segja og tek undir ummæli gárunga sem segja að "aðgerðarleysið beri árangur," enda gangi ferðin ennþá hratt og vel.
Eftir á segist hinn aðvarandi viðmælandi minn hafa írekað ummæli sín við mig í farsíma.
Ad lokum gerist það versta, öll jeppahalarófan lendir á hálkubletti, flýgur út af veginum og hrapar niður í gilið og gereyðileggjast. Nú kemur sér líka illa að hafa ekki tekið mark á aðvöruninni varðandi fyrirbyggjandi ráðstafanir, svo sem að nota bílbeltin.
Við yfirheyrslur eftir á segist ég ad vísu bera minn hluta ábyrgðarinnar á útafkeyrslunni en vilji ekki biðjast afsökunar, enda minnist ég þess ekki að hafa fengið meintar aðvaranir.
Orsök ófaranna hafi verið "utanaðkomandi aðstæður."
Er sennilegt að ég hafi heyrt ítrekað svona alvarlega aðvörun en muni samt ekki eftir því ?
Eða var ég ekki að hlusta eða vildi ekki vita hið sanna ?
Við sáum nýlega í sjónvarpsfréttum erlenda ráðamenn biðjast auðmjúkir og iðrandi afsökunar á andvaraleysi sínu og mistökum.En slíkt gerist víst bara erlendis. Ekki á Íslandi enda erfitt að sanna neitt varðandi tveggja manna trúnaðarsamtal.
En er ekki makalaust þegar tveimur helstu ráðamönnum efnahagsmála þjóðarinnar ber ekki saman um svona einfalt atriði ?
![]() |
Geir: Biðst ekki afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2009 | 10:54
"Illa felur eign slóð..."
Ég hef áður sagt frá sem Hrafn Gunnlaugsson sagði mér eftir ferðalag til Sovétríkjanna þegar Glasnost og Perastroika voru að byrja.
Rússar voru orðnir vanir því vegna alræðiskúgunarinnar að passa það að láta ekki hafa neitt eftir sér sem gæti verið viðkvæmt en notuðu hins vegar alþekkta rússneska aðferð, að vitna í rússnestk máltæki.
Á Íslandi gæti svona lagað falist í því að segja ekkert beint sjálfur, heldur vitna í ljóð eða skáldsögu.
Málefni íslensku sjóðanna á Tortola-eyju eru viðkvæm. Enginn skal talinn sekur nema sekt hans sé sönnuð. Um það vil ég ekkert segja en vitna í fleyg ummæli Vilmundar Gylfasonar: "Löglegt en siðlaust".
Og svona í lokin get ég sagt frá því að ég hafi einu sinni heyrt vísu eftir ónefndan góðan skagfirskan hagyrðing. Læt hana flakka með, lítillega breytta, og vona að það sé óhætt, höfundarins vegna.
Hún er svona:
Illa felur eigin slóð
auðvalds deli grófur.
Áfram kvelur okkar þjóð
alger steliþjófur.
![]() |
Félög skráð á Tortola eru 136 talsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)