18.2.2009 | 12:45
Hvort eð er ekki lengur SAAB.
Volvo og SAAB voru flaggskip sænskra fyrirtækja, hugvits og tækni. Einkum kom SAAB með byltingarkenndar hugmyndir inn í bílaframleiðsluna með framhjóladrifnu gerðinni sem var straumlínulagaðisti smábíll síns tíma og hlaut síðar frægð um alla Evrópu með Carlsson rallbílstjóra undir stýri.
Næsta gerð, sem kom fram seint á sjötta áratugnum var líka frábærlega vel hannaður bíll en þá strax fóru að koma í ljós þau vandræði, sem það hafði að hafa ekki góða vél til að setja í bílinn.
Fyrsta vélin var því frá Triumph verksmiðjunum í Bretlandi en fyrsta vélin hafði verið eftirlíking af DKW tvígengisvélinni og næst kom V4 vél frá Ford í Þýskalandi.
Á síðustu árin hafa Volvo og SAAB orðið að lúta lögmálum hagræðingarinnar og aðeins orðið að einni af bílgerðunum sem Ford og GM framleiða og í raun hætt að verða Volvo eða SAAB.
Nú er spurningin hvort það verður ofviða fyrir þjóðarstolt Svía að láta Volvo róa líka.
![]() |
Svíar ætla ekki að bjarga Saab |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)