Hvort eð er ekki lengur SAAB.

Volvo og SAAB voru flaggskip sænskra fyrirtækja, hugvits og tækni. Einkum kom SAAB með byltingarkenndar hugmyndir inn í bílaframleiðsluna með framhjóladrifnu gerðinni sem var straumlínulagaðisti smábíll síns tíma og hlaut síðar frægð um alla Evrópu með Carlsson rallbílstjóra undir stýri.

Næsta gerð, sem kom fram seint á sjötta áratugnum var líka frábærlega vel hannaður bíll en þá strax fóru að koma í ljós þau vandræði, sem það hafði að hafa ekki góða vél til að setja í bílinn. 

Fyrsta vélin var því frá Triumph verksmiðjunum í Bretlandi en fyrsta vélin hafði verið eftirlíking af DKW tvígengisvélinni og næst kom V4 vél frá Ford í Þýskalandi. 

Á síðustu árin hafa Volvo og SAAB orðið að lúta lögmálum hagræðingarinnar og aðeins orðið að einni af bílgerðunum sem Ford og GM framleiða og í raun hætt að verða Volvo eða SAAB.

Nú er spurningin hvort það verður ofviða fyrir þjóðarstolt Svía að láta Volvo róa líka. 


mbl.is Svíar ætla ekki að bjarga Saab
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband