8.2.2009 | 23:02
Ólíkar frændþjóðir.
Engin þjóð í heimi mun sleppa við að glíma við afleiðingar heimskreppunnar. Norðmenn hafa stundað afar varfærnislega og ábyrga efnahagsstjórn um árabil til að tryggja að komandi kynslóðir geti notið góðs af því sem olíugróðinn hefur fært þjóðinni, þótt olíulindirnar þverri.
Ekkert sambærilegt var gert hér á landi í "gróðærinu" nema að hluti af gróðanum var notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Á sama tíma jukust þó útgjöld ríkissjóðs meira en dæmi eru um á byggðu bóli og ekkert var gert í tíma til að auka við gjaldeyrissjóð Seðlabankans.
Öll efnahagsstjórn okkar var í hrópandi ósamræmi við ábyrga stjórn Norðmanna þegar við héldum uppi allt of háu gengi með hvata til lánsfjárfyllerís og eyðslu sem á sér ekki hliðstæðu í öðrum löndum.
Norðmenn hafa friðað vatnsföll sem samanlagt geta gefið meiri orku en öll óbeisluð vatnsorka Íslands til þess að geta skilað þeim ósnortnum í hendur komandi kynslóða. Samt gætu þessi vatnsföll gefið hreina og endurnýjanlega orku í stað þess að íslensku vatnsföllin fylla upp miðlunarlónin svo að numið getur heilu dölunum.
Af aðgerðum Norðmanna nú má ráða að þeir ætla sér ekki að ganga í varasjóðina sem þeir ætla afkomendum sínum.
Nú er svo komið að hér velta menn vöngum yfir því hvort týndi litli bróðir muni að nýju leita undir verndarvæng stóra bróður eins og 1262 þegar búið var að höggva skógana svo mjög að Íslendingar gátu ekki lengur haldið við skipaflota sínum og urðu að biðja Noregskonung um að gera það fyrir sig og játast um leið undir vald hans.
Óstýrilátu útrásarvíkingarnir sem fóru til Íslands virðast hafa skilað genum sínum til okkar í ríkum mæli. Þeir hjuggu skógana á Íslandi í "gróðæri" fyrstu alda Íslandsbyggðar og komu af stað mestu jarðvegseyðingu í Evrópu.
Þá varðaði ekkert um kynslóðir seinni alda, sem þurftu að taka við stórskertum landgæðum sem landið blæðir enn fyrir þúsund árum seinna.
Við virðumst ætla að haga okkur eins og þeir í þessu tilliti. Ætlum ekkert að læra.
![]() |
Norðmenn efla bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.2.2009 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.2.2009 | 21:03
...hugsanlegrar breytingar..." Ekkert um þröskuldinn.
Enn er sleginn varnagli í sambandi við breytingar í tæka tíð vegna persónukjör í orðalagi tilkynningar þar að lútandi. Látum það vera. Þorkell Helgason er mætur og góður maður í þetta verk og það á að vera hægt að vinna hratt, skipulega og vel svo að breytingarnar verði ekki aðeins "hugsanlegar" heldur raunverulegar í næstu kosningum.
Af því að einn skráður stjórnmálaflokkur er utan þings og er því ekki með í samráðinu hjá Jóhönnu, en hefur þó í vetur barist mest fyrir þessu, hefði verið gaman að fá að vita eitthvað um það hvernig þetta mál gengur á meðan því vindur fram.
Athygli vekur hins vegar að ekkert virðist eiga að gera með 5% þröskuldinn, sem er miklu einfaldari aðgerð og engan veginn hægt að bera við tímaskorti varðandi það atriði.
Aðeins þarf að breyta einni prósenttölu til að ráða bót á þessu ákvæði eða í mesta lagi að breyta orðalagi í setningunni, sem við á, í þá veru að hvert það framboð sem fái hlutfallslega atkvæðamagn sem nemur þingsæti, skuli verða útlhutað í samræmi við það.
Upp geta komið aðstæður við núverandi fyrirkomulag sem ræni á að giska jafn marga kjósendur rétti á þingfylgi og nemur öllum kjósendum samanlagt í heilu kjördæmi. Þessu verður að breyta ef einhver meining er í lýðræðishjalinu.
![]() |
Undirbúa stjórnlagafrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.2.2009 | 18:41
Datt einhverjum annað í hug ?
Viðbrögð Davíðs Oddssonar voru fyrirsjáanleg og greinilegt að Davíð er kominn í gamalkunnan gír. Bréf hans er mjög beinskeytt og vopnaburður hans skæður. Það er rétt hjá Davíð að allir ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar báru ábyrgð á því sem æðstu yfirvöld framkvæmdavaldins og hefðu því átt að segja af sér og ekki taka sæti í nýrri ríkisstjórn.
Enn og aftur er komið að því að best hefði verið að fá hér utanþingsstjórn.
Það er líka rétt hjá Davíð að upphaflega hugsunin í núgildandi lögum var að hafa Seðlabankann sem sjálfstæðastan og losa hann þannig undan áhrifavaldi frekra ríkisstjórna, eins og stjórn Davíðs var raunar sjálf.
Stóri gallinn við þessi lög var hins vegar sá að gera ekki strangari hæfniskröfur til aðalstjórnendanna og til að koma veg fyrir að stjórnmálamenn, sem skorti nauðsynlega menntun, veldust þar til forystu.
Davíð kvartar nú yfir hótunum gagnvart stofnun og embættismönnum og kemur sú kvörtun sannarlega úr glerhúsi manns, sem meira og oftar en nokkur annar beitti beinum og óbeinum hótunum til að koma sínu fram.
Á fyrstu mótmælafundunum í haust var afsögn Davíðs aðalkrafan, en síðan bættust við kröfur um afsögn ríkisstjórnarinnar og fjármálaeftirlitsins og kosningar.
Nú er krafan um brottvikningu Davíðs sú eina sem stendur aftur og mótmælin komin aftur á byrjunarreit.
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.2.2009 | 08:13
Vissi forsetinn það sama og við hin ?
Geir Haarde sagði flokksfólki sínu frá því sem merkilegum tíðindum að í einkasamtali hans við Ólaf Ragnar Grímsson forseta hefði komið fram í máli Ólafs að hann hafi vitað af þreifingum um núverandi stjórnarsamstarf áður en kom til slita síðustu stjórnar.
Mér finnst þetta nú ekki miklar fréttir og ekki frásagnarvert vegna þess að ýmislegt benti til þess arna sem varð meira að segja mér og öðrum tilefni til að blogga um það talsvert áður en stjórnin sprakk.
Öll þjóðin skynjaði þetta þegar Framsóknarmenn spiluðu út hlutleysi sínu en það var líka tilefni til vangaveltna þegar Ögmundur Jónasson átti einkafund með Össuri Skarphéðinssyni talsvert fyrr.
Þá höfðu einstakir þingmenn og fjöldi flokksmanna í Samfylkingunni tekið undir gagnrýni á stjórnina og tekið þátt í mótmælum gegn henni. Ég labbaði til dæmis með Merði Árnasyni niður Bankastræti og alla leið á mótmælafund á Austurvelli nokkrum vikum fyrir stjórnarslit þar sem þess var krafist að stjórninni yrði vikið frá.
Þá bloggaði ég um það að oft færu þreifingar þannig fram á milli flokka að forystumenn þeirra gættu þess að taka ekki beinan þátt í þeim til þess að geta fríað sig af því eftirá að hafa verið óheilir í samstarfi.
Með því að segja frá því sem einhverjum fréttum að forsetinn, sem fylgist auðvitað sem gamall stjórnmálamaður að minnsta kosti jafn vel með pólitíkinni og almenningur, - er verið að gefa í skyn að hann hafi átt þátt í hugsanlegum þreifingum um nýja stjórn.
Það finnst mér ekki smekklegt og hæpið að nota meint ummæli úr einkasamtali í því skyni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.2.2009 | 07:46
Tyrfinn texti til skemmtunar.
Ég lofaði því um daginn að birta hérna á blogginu einhvern af þeim ótrúlega klaufalegu textum, sem komið hafa í íslenskum dagblöðum og tímaritum um dagana og ég hef lagt á minnið, mér til skemmtunar.
Stundum geta textar verið svo vitlausir og erfiðir að það má hafa af því gaman að læra þá utanbókar. Af því að það er sunnudagur geri ég þetta til tilbreytingar og hátíðarbrigða.
Einn þessara texta var að finna í er Alþýðublaðinu í kringum 1960 og þegar ég fer með hann orðrétt fyrir fólk, les ég upphátt greinarmerkin, kommur og punkta. Þá hljóðar hann svona í upplestri:
"Osló er vinalegur bær komma þegar maður er gangi á götu í Osló komma sér maður mann komma sem manni finnst að maður þekki komma nú komma þegar maðurinn er farinn fram hjá komma kemur í ljós komma að aðeins var um líka menn að ræða komma en Norðmenn eru mjög líkir Íslendingum punktur. Og nú hefur Silfurtunglið fengið norska danskonu sem dansmær punktur."
Ég man vel hver höfundur þessarar dásamlegu klausu var. Hann skrifaði á þessum tíma fréttir úr skemmtana- og menningarlífinu í blaðið.
Ef einhver efast um að þetta sé rétt haft eftir getur hann haft samband við mig og fengið nafn höfundar uppgefið. Þá ætti að vera hægt að finna það á timarit.is ef Alþýðublaðið frá þessum árum er þar inni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)