14.3.2009 | 15:23
Aftur til 2007.
Landsfundur Frjálslynda flokksins 2007 varð sögulegur. Það léku Ásgerður Jóna Flosadóttir og Jón Magnússon stór hlutverk og allar minnstu vonir um að þessi flokkur gæti orðið grænn fyrir atbeina Margrétar Sverrisdóttur og í anda Ólafs F. Magnússonar og óháðra í Reykjavík fuku út í veður og vind.
Fyrr í vetur báru ýmsir þá von í brjósti að betur yrði hægt að gera nú og maður heyrði um alls konar plott í gangi í þá veru að umbylta stefnu flokksins á ýmsum sviðum öðrum en í sjávarútvegsmálum.
Ekkert sýnist mér nú hins vegar benda til annars en að flokkurinn verði nánast eins kjördæmis flokkur og byggist á persónufylgi Guðjóns Arnars Kristjánssonar í Norðvesturkjördæmi. Hann má ekki missa mikið fylgi þar frá því síðast til að koma engum á þing. Fylgið við Kristin H. Gunnarsson, sem kom með honum inn, virðist nú hafa gufað upp að mestu, bæði hjá Frjálslyndum og Framsókn.
Sundrun þingflokksins og innganga helmings hans í aðra flokka virðist hafa verið skriftin á veggnum.
![]() |
Ásgerður Jóna varaformaður Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)