31.3.2009 | 19:18
Sömu hugsun á hafi og landi.
Ég vil vekja athygli á stórgóðum bloggpistli Stefáns Helga Valssonar um að stofna friðlönd hvala hér við land á svipaðan hátt og friðlönd hafa verið sett á fót á landi, svo sem í Suður-Afríku. Kruger-þjóðgarðurinn er nú frægasta friðland villtra dýra í heimi og er til mótvægis við það að veiðar séu heimilar á öðrum svæðum.
Ég man þá tíð þegar fyrstu hvalaskoðunarbátarnir voru gerðir út og menn töluðu með lítilsvirðingu um "geimóra" þeirra sem dytti í hug að nokkurn pening væri hægt að fá með slíkri útgerð.
Í dag fara 60 þúsund manns í hvalaskoðunarferðir hér við land en hvalveiðarnar gætu dregið úr aðsókn að ekki sé talað um þá áhættu sem tekin er að stórar verslanakeðjur erlendis hætti að selja íslenskar vörur.
Friðlönd hvalanna þyrftu að vera helstu hvalaskoðunarslóðirnar, Faxaflói, Breiðafjörður og Skjálfandaflói. Sama hugsun þarf að ríkja um friðun verðmætra svæða á landi og á sjó á sama hátt að meta þarf auðlndir lands og sjávar á sama hátt.
![]() |
Hóta Íslendingum vegna hvalveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.3.2009 | 00:32
Hjón, hjónar og hjónur.
Kynjamálin bjóða oft upp á kynlegar uppákomur. Ég hef verið að pæla í deilunum um hjónaband samkynhneigðra og því, hvernig málkennd og rökvísi geta komið fram með lausnir.
Lausnin sem mér datt í hug var einfaldlega að nota rétt íslensk orð um það sem um er að ræða. Þá kemur þetta út:
Kona og karl: Hún er hjóna, hann er hjón. Þau, hjónin, ganga í hjónaband, band hjónanna.
Karl og karl: Hann er hjónn og hinn er hjónn. Þeir, hjónarnir, ganga í hjónaband, band hjónanna.
Kona og kona: Hún er hjóna og hin er hjóna, hjónurnar. ganga í hjónaband, band hjónanna.
Mismunurinn sést samt best í texta prestsins sem vígir hjónin / hjónana / hjónurnar.
Hann segir við konu og karl: "Því lýsi ég því yfir að þið eru hjón fyrir Guði og mönnum."
Hann segir við karl og karl: "Því lýsi ég því yfir að þið eru hjónar fyrir Guði og mönnum."
Hann segir við konu og konu: "Því lýsi ég því yfir að þið eruð hjónur fyrir Guði og mönnum."
En auðvitað er þetta óþarfi. Alveg eins og að drengur og stúlka eru hvort um sig barn, getur hvorugkynsorðið hjón, þ. e. hjónið, átt bæði við karl og konu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)