5.3.2009 | 14:50
Draumurinn um hraðbrautina.
Ýmsa hefur dreymt um hraðbraut milli Egilsstaða og Reykjavíkur um Kárahnjúkastíflu. Þessa hugmynd má sjá í einum af skýrslunum um virkjunina þar sem stór flutningabíll sést bruna yfir stífluna áleiðis til Reykjavíkur.
Annars staðar í gögnum Landsvirkjunar má sjá hin mikla mannfjölda sem stíflan sogar til sín til að klifra utan í henni, þjóta á segbrettum við hana og tjalda allt í kringum hana. Stórkostlegur ferðamannastaður.
Öllu þessu hefur verið haldið á lofti sem rök fyrir þessari framkvæmd sem fæða muni af sér hraðbraut beint vestur sandana norðan Dyngjujökul og þaðan um Gæsavatnaleið upp í meira en 1100 metra hæð yfir sjó !
Svo sterkur er þessi draumur hjá mörgum, að þegar mikið leirfok var úr þurrum botni lónsins í fyrrasumar og birtar voru af því myndir í sjónvarpi, hringdi fólk í RUV og kvartaði yfir því að myndirnar hefðu verið falsaðar, því að rykmekkirnir kæmu frá bílum, sem þeystu um þetta vinsælasta og fjölfarnasta ferðamannasvæði Austurlands !
Verkfræðingur einn, sem vann í sambandi við virkjunina fræddi mig á því að Kárahnjúkur væri líkari haugi af frauði og ösku frekar en fjalli úr föstu bergi. Hrun úr honum væri því óviðráðanlegt og þetta væri sömuleiðis skýringin á því að reisa þyrfti nýja stíflu neðan við núverandi stíflu til að koma í veg fyrir að yfirfallsfossinn ylli usla í gljúfrinu og græfi undan þverhníptu berginu við stífluna.
![]() |
Varað við því að fara á ísinn á Hálslóni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.3.2009 | 12:11
Afleiðing hágengisins.
Afleiðingar uppskrúfaðs gengis krónunnar koma nú æ betur í ljós. Sjávarútvegurinn átti enga möguleika á að þola hágengið árum saman nema að steypa sér í þvílíkar skuldir að nú stendur hann á barmi gjaldþrots.
Í síðasta Silfri Egils sást á enn einum línuritum hvernig innspýting lánsfjármagns vegna Kárahnjúkavirkjunar ásamt framkvæmdum sem samsvaraði 250 milljarða króna dælingu fjár inn í hið litla hagkerfi sem þá var hér, hratt af stað svikamyllu hágengisins sem blés upp sápukúlu gróðærisins. Þetta staðfestu sérfræðingar AGS þegar þeir komu hingað til lands fyrr í vetur.
Hágengið hrakti efnileg þekkingarfyrirtæki úr landi og þjóðin varð með því af milljarða króna tekjum. Hágengið varð til í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og hélst ekki nema í hálft ár eftir að Framsóknarflokkurinn fór úr stjórn.
![]() |
Alvarleg staða sjávarútvegs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)