Sumir græða alltaf einhvern veginn.

Sumir græða alltaf einhvern veginn. Þeir græða á þenslunni og þegar kreppan nálgast forðast þeir tap öllum öðrum fimlegar og finna jafnvel leiðir til að græða á henni og tapi allra annarra.

Þegar kreppan er komin og gjaldeyrishöft sprettur upp svartur markaður og alls kyns starfsemi sem byggist jafnvel beinlínis á því að græða á kreppunni, jöklabréfunum og hverju sem vera skal.

"Seppa bregst ekki snuddvísin" segir í Þrettándakvöldi Shakesepeares. "Það er lítið sem hundstungan finnur ekki" segir íslenskt máltæki.

Mennsk bresk hýena kom umsvifalaust hingað til lands þegar bankarnir hrundu í haust til að gæða sér á líkinu af íslenska bankakerfinu með því að nýta sér til hins ítrasta örvæntingu augnabliksins og nýta sér lögmál brunaútsölunnar.

Rússneskt máltæki segir: "Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp." Það máltæki má skilja á marga vegu.


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband