11.4.2009 | 20:50
Skiptir ekki máli hvor segir satt?
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins hafi vitað allt um risastyrki Landsbankans og FL Group til flokksins.
Kjartan segist ekki hafa vitað um risastyrkina.
Formaðurinn segir að allt sé komið fram sem skipti máli, þótt ekki liggi fyrir hvort hann eða fyrrverandi framkvæmdastjóri segi satt. Það skiptir sem sé ekki máli í hans huga hvor þeirra fer með rangt mál. Athyglisvert.
![]() |
Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2009 | 13:40
Þarf á hirtingu að halda.
Í hægri-vinstri (markaðshyggju-félagshyggju) litrófi stjórnmálanna er þörf á heillbrigðum og heiðarlegum stjórnmálaflokkum, hvernig sem þeir skilgreina sig. Ef tekin er hliðstæða í knattspyrnunni er það öllum í hag að sem flest góð knattspyrnufélög leggi sitt af mörkum.
Því er það dapurlegt þegar gamalfræg lið falla úr úrvalsdeild og þurfa keppnistímabil til þess að ná sér aftur upp. En úr því að viðkomandi liði fataðist flugið og gerði mistök á annað borð, er nauðsynlegt fyrir það og heildina að það taki sér tak, bæti ráð sitt og komi tvíeflt til leiks á ný.
Það er nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnmál að hægra megin sé flokkur sem hefur lært af mistökum sínum, axlað ábyrgð á þeim og hreinsað það út sem öðru fremur hefur leitt hann og þjóðina þangað sem hún er nú komin.
![]() |
Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)