16.4.2009 | 17:47
Hvað með Bakka ?
Ég er á ferð hér á norðausturlandi, en ekki er annað að heyra af frásögnum héðan en að rétt eins og á Austurlandi á sínum tíma standi byggð hér og falli með álveri á Bakka, allir hér bíði eftirvæntingarfullir eftir því og aðeins örfáir úrtölumenn maldi í móinn.
Skrýtið að heyra um mikið fylgi Steingríms J. hér í skoðanakönnunum í þessu ljósi.
Hvað um það, ég var að koma úr ferð um fyrirhugað virkjanasvæði vegna álvers á Bakka. Veðrið var frá frábært þegar við Friðþjófur Helgason, kvikmyndatökumaður og Helgi, sonur hans, fórum fyrst með Stefáni Gunnarssyni frá Kröflu norður í Gjástykki og til baka.
Öræfakyrrðin hefur þegar verið rofin á öllu svæðinu. Hávaðinn í borholunum á Þeystareykjum heyrist í 15 kílómetra fjarlægð langeiðina að Leirhnjúki og blandast þar við hávaðann af borholum við Kröflu.
Við komum að sunnan akandi í gærkvöldi á tveimur jöklajeppum og fórum á þeim norður að Þeystareykjum og að Stóra-Víti og Litla-Víti.
'Eg slæ þetta blogg inn hér í Reynihlíð en er nú á leið suður eftir vel heppnaðan kvikmyndatökudag.
Sýni ljómyndir úr ferðinni þegar ég kem suður.
![]() |
VG stærst í Norðausturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)