Í samræmi við 80 ára sögu.

Engum hefði þurft að koma á óvart hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur "gengið hreint til verks" og komið í veg fyrir nauðsynlegar lýðræðisumbætur á þingi. Öll saga flokksins frá upphafi ber þess merki að þá aðeins að flokkurinn hafi sjálfur hagnast á stjórnlagabreytingum hefur hann staðið að þeim.

Í kosningunum 1931 fékk flokkurinn 48% prósent atkvæða en samt munaði aðeins hársbreidd að Framsóknarflokkurinn feng starfhæfan meirihluta á þingi. Í framhaldi af því efndi Sjálfstæðisflokkurinn þrívegis til bandalags við aðra andstæðinga Framsóknarflokksins um breytingar á kjördæmaskipan og fjölda þingmanna í kjördæmum.

1942 voru tvennar kosningar út af þessu og þá töluðu Sjálfstæðismenn ekki um sátt á þingi, heldur keyrðu tímabærar breytingar fram gegn harðri andstöðu Framsóknarflokksins.

1956 stefndi svonefnt "Hræðslubandalag" Framsóknarflokks og Alþýðuflokks að því að fá meirihluta þingmanna út á mikinn minnihluta atkvæða en mistókst.

Sjálfstæðismenn sáu að þeir gátu fengið þingmeirihluta með Alþýðuflokki ef þingfylgi væri í samræmi við kjörfylgi og að hætta var á að andstæðingarnir gætu spilað aftur á ranglátt fyrirkomulag og staðið Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum.

Þeir efndu því enn og aftur til bandalags gegn Framsóknarflokknum og knúðu fram gjörbreytta kjördæmaskipan í tvennum kosningum 1959. Ekkert sáttahljóð að heyra hjá Sjálfstæðismönnum þá.

Nýja kjördæmaskipanin opnaði þá óskastöðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem ríkt hefur æ síðan, að geta einir allra flokka myndað tveggja flokka stjórn með einhverjum andstæðingi og "farið með stelpu heim af ballinu" svo að notuð sé samliking Geirs H. Haarde.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú í samræmi við kjörorðið frá landsfundi sínum, "göngum hreint til verks" afhjúpað gamalkunna stefnu sína: Flokkurinn fyrst, síðan þjóðin.

Og látið mismæli frá fundinum verða að sannmæli: "Það verður að tryggja að auðlindirnar séu í eigu Sjálfstæðisflokksins."


mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn til baka yfir til Sjálfstæðis og Framsóknar.

Fyrir kosningarnar 2007 var birt svipuð úrvinnsla og núna um flæði milli flokka viku fyrir kosningar. Þá kom í ljós að stærsti hópurinn sem ætlaði að kjósa Íslandshreyfinguna, kom úr Sjálfstæðisflokknum og enda þótt margir kæmu einnig frá hinum flokkunum, náðist það markmið framboðsins að gefa þeim, sem voru áður fylgjendur þáverandi stóriðjustjórnarflokka en ósáttir við stefnu þeirra í stóriðju- og virkjanamálum, kost á því að kjósa grænt framboð á miðjunni.

Þar með veiklaðist stóriðjustjórnin svo mjóg að hún treysti sér ekki til að halda áfram.

Athyglisvert er að sjá að núna fer ekkert af þessu fólki aftur til baka, heldur yfir á vinstri flokkana og Borgarahreyfinguna. Straumurinn liggur bara í eina átt, frá gömlu slímsetu stóriðjuflokkunum.

Einnig má sjá að ef Íslandshreyfingin hefði boðið fram ein og sér núna, hefði hún verið að bítast við Borgarahreyfinguna um ákveðinn hóp fólks og það orðið báðum framboðunum til trafala í viðleitni þeirra til að komast yfir 5% atkvæðaþröskuldinn.


mbl.is Fylgið flæðir milli flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband