20.4.2009 | 23:31
Frábært að taka Hart í bak upp.
Í 42ja ára sögu Sjónvarpsins glitrar á nokkrar perlur íslenskrar leiklistar og nú mun góðu heilli ein enn bætast við: Hart í bak. Margföld ástæða er til að taka þetta leikrit upp, - bæði staða leikritsins sem eitt af höfuðverkum Jökuls Jakobssonarar og einnig sá sess sem það hefur í sögu íslenskrar leikritunar.
En efst í huga nú er að með þessu framtaki Sjónvarpsins verður varðveittur snilldarleikur Gunnars Eyjólfssonar, þessa einstaka leikara, sem er enn að brillera kominn á níræðisaldur.
Ég átti þess fyrst kost að vinna með Gunnari og kynnast honum fyrir næstum hálfri öld, og mér er sérstaklega minnisstæð frammistaða hans í hlutverki prestsins í Járnhausnum. Þá komst ég að því að hann var ekki einhamur á sviði.
Gunnar hafði leikið af fumleysi og öryggi atvinnuleikarans á æfingum og afgreitt allt sitt átakalaust og að því leyti til óaðfinnanlega.
En á frumsýningu spratt framm alveg nýr karakter, sem fór á kostum og sópaði svo að, að eftirminnilegt mátti verða.
Enda urðu viðbrögð leikhúsgesta og gagnrýnenda eftir því.
Enn er Gunnar ekki einhamur og því verður upptaka Sjónvarpsins sérstakt fagnaðarefni fyrir mig og aðra velunnara og aðdáenda þessa leikjöfurs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 21:38
Vantar uppgjör við Halldór og Finn.
Ég velti því fyrir mér hvort vandamál Framsóknarflokksins liggi í því að ekkert uppgjör hefur í raun farið fram í flokknum við þá menn sem voru potturinn og pannan í spilltri pólitík flokksins á meðan þeir réðu þar lögum og lofum.
Þetta voru þeir kumpánar Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson.
Það er ekki nóg að nýtt fólk taki við. Gagngert uppgjör verður að fara fram þar sem öllum steinum verður velt við og ekkert dregið undan.
Það er ekki nóg að einblína á sjálft bankahrunið og síðustu misserin á undan því. Spillingin og sjálftökugræðgin voru farin að blómstra löngu áður og hrunið var eðlileg afleiðing af þeim vinnubrögðum sem fengu að vera óáreitt árum saman.
![]() |
Stjórnmálamenn ákvarði vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2009 | 21:22
Sjálfstæðisflokkinn aftur ?
Ætla Samfylkingin og Vinstri grænir að koma því til leiðar að Sjálfstæðisflokkurinn komist í stjórn eftir kosningar? Til dæmis á þann hátt að Evrópumálin verði til þess að núverandi stjórnarflokkar geti ekki myndað stjórn vegna ósættis?
Halda menn að það verði ekki barið á nein búsáhöld ef sá flokkur sem höfuðábyrgðina ber á hruninu verður leiddur aftur að kjötkötlum valdanna?
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þau umskipti verði umflúin að Sjálfstæðisflokkurinn fái frí, ekki bara þjóðarinnar vegna heldur síns sjálfs vegna.
Ef eina leiðin til að höggva á þennan hnút er sú að þjóðin kjósi hið snarasta um það hvort sækja eigi um aðild, þá ætti vel að vera hægt að blása til slíkra kosninga með stuttum fyrirvara, nógu stuttum fyrir Samfylkinguna sem vill hraða málinu.
Getur verið að Samfylkingin sæki mál sitt svona fast til að lokka til sín Sjálfstæðismenn sem vilja samninga við ESB og að Vinstri grænir standi líka svona fastir á sínu til að lokka til sín þá sem eru á móti ESB-aðild ?
![]() |
Evrópustefnan verði á hreinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.4.2009 | 12:17
"Vér einir vitum..."
Eitthvað lík hugsuninni í ofangreindum orðum, sem höfð voru eftir konungum Danmerkur og Íslands, virðist sjálfsmynd og hugsun Sjálfstæðismanna vera um þessar mundir. Þeir eru í skýjunum yfir "sigri" í stjórnlagabreytingamálinu", og er það ekki furða því að sigur þeirra fólst í því að beita málþófi til að koma í veg fyrir að skoðun 70-80% þjóðarinnar næði fram að ganga á Alþingi.
Í minni er stórkarlaleg lýsing Geirs H. Haarde á því að stjórnarmyndun hverju sinni fælist í því Sjálfstæðisflokkurinn færi heim sem sigurvegari með annað hvort sætustu stelpuna af ballinu eða þá "næstsætustu sem gerði sama gagn."
Sjálfstæðisflokkurinn er eftir 18 ára slímsetu í stjórnarstólunum orðinn svo vanur því að líta á sig sem nánast Guðs útvalinn flokk í íslensku þjóðlífi að allir verði að sitja og standa eins og honum líkar.
Það má til sanns vegar færa að þjóðin hafi gert það hvað snertir það hlutskipti sem hrunið mikla færði henni.
Það er hins vegar ljós nauðsyn þess að Sjálfstæðisflokknum verði komið niður á jörðina svo að hann fái tækifæri til að endurmeta stöðu sína í tilverunni.
![]() |
Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)