22.4.2009 | 00:52
Ábyrgðarleysi á hæsta stigi.
Sjálfstæðisflokkurinn lofar kjósendum 6000 störfum ef farið verði í álversframkvæmdir. Hann fær þessa háu tölu út með því gamla trixi stóriðjusinna að búa til fáránlega mörg "afleidd störf."
En þetta er bara hluti af dæminu. Sjálfstæðisflokkurinn greinir ekki frá því að þegar framkvæmdunum lýkur, verði 6000 manns atvinnulausir.
Sjálfstæðisflokkurinn greinir ekki frá því hvar eigi að taka alla orkuna fyrir þessi álver.
Sjálfstæðisflokkurinn lætur eins og auðvelt verði að fá lánsfjármagn fyrir þessi verkefni á sama tíma og álverum er lokað erlendis vegna þess að þar er orkan miklu dýrari en hér.
Sjálfstæðisflokkurinn lætur eins og mikill áhugi og uppgangur sé í kringum ný álver á sama tíma og álverð hrynur niður úr öllu valdi, birgðir hlaðast upp og orkufyrirtækin og álfyrirtækin sjálf stórtapa og eru á hvínandi kúpunni.
Sjálfstæðisflokkurinn getur þess ekki að hvert starf í álveri kostar 150 milljónir króna og er langdýrasta starf sem hægt er að skapa.
Sjálfstæðisflokkurinn getur þess ekki að álframleiðsla er mesta orkubruðl sem hugsanlegt er.
Sjálfstæðisflokkurinn lofar því að álver muni leysa atvinnuvanda Íslendinga þótt í sex risaálverum sem krefðust allrar orku íslands og eyðileggingu allra helstu náttúruverðmæta landsins myndu aðeins vinna 2% af vinnuafli landsins.
Sjálfstæðisflokkurinn getur þess ekki hvar bíla- og skipaflotinn eigi að fá orku þegar álverin verða búin að sópa henni allri til sín.
Sjálfstæðisflokkurinn getur þess ekki að þrefalt meira er pumpað upp úr háhitasvæðunum en þau afkasta til langframa og að þau muni aðeins endast að meðaltali í nokkra áratugi.
Kynslóðir framtíðarinnar munu undrast að þetta fyrirbæri, stóriðjuflokkar, skuli hafa verið til árið 2009.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
22.4.2009 | 00:11
Það var hægt 2007.
Það er ekki nóg að hafa jafnt af báðum kynjum á listunum í heild ef hlutfallið er ójafnt efst á listunum. Íslandshreyfingin bauð fram jafnt 2007 og séð var til þess að hnífjafnt væri í efst á listunum. Í þremur kjördæmum voru konur efstar og í þremur karlar efstir og þar að auki var jafnræði að þessu leyti milli suðvestuhornsins og annarra landshluta.
Í Norðvesturkjördæmi var I-listinn sá eini sem var með konu efsta á listanum. En hinir flokkarnir sáu til þess að allir níu þingmenn kjördæmisins urðu karlar.
![]() |
Færri konur á framboðslistum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)