"Hundurinn var aðkomuhundur."

"...af erlendu bergi brotnir..." segir í tilkynningu lögreglunnar. Minnir á gamalkunna frétt í Akureyrrarblaði þar sem greint var frá því að hundur hefði bitið þar mann. Í fréttinni var sérstaklega tekið fram: "Hundurinn var aðkomuhundur."
mbl.is Hraðbankaþjófar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttusöngur.

Í tilefni dagsins:

BARÁTTUSÖNGUR. (Með sínu lagi)

Horfum fram á hamingjudag ! /
Hress við skulum taka þann slag ! /
Fylkjum liði fólkinu´í hag ! /
Frelsi ! Jafnrétti ! Bræðalag ! /

Öll gegn skorti, ófrelsi´og neyð /
áfram göngum við baráttuleið ! /
Fylkjum liði fólkinu´í hag ! /
Frelsi! Jafnrétti! Bræðralag ! /

Verðmætt landið verjum nú öll ! /
Vígorð hljómi´um dali og fjöll ! /
Fylkjum liði fólkinu´í hag ! /
Frels! Jafnrétti! Bræðalag ! /

Bestu leiðir bjóðum við hér. /
Að beisla mannauðinn farsælast er. /
Fylkjum liði, fólkinu´í hag ! /
Frelsi ! Jafnrétti ! Bræðralag ! /

Saman styrkinn finnum /
þótt leiðin sé löng og ströng ! /
Saman sigur vinnum /
og syngjum baráttusöng ! /

Horfum fram á hamingjudag ! /
Hress við skulum nú taka þann slag ! /
Fylkjum liði fólkinu´í hag ! /
Frelsi! Jafnrétti! Bræðralag ! /

:,: Frelsi ! Jafnrétti ! Bræðralag !:,: /


mbl.is Fjölmenni í kröfugöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sér dapurlegar hliðstæður.

Misnotkun bóta af ýmsu tagi er gamalkunnugt fyrirbæri. Sem dæmi má nefna veikindadaga. Bæði hér á landi og í nágrannalöndum líta sumir svo á að hver maður eigi rétt á ákveðnum fjölda veikindadaga í hverjum mánuði.

Í Svíþjóð gekk þetta svo langt að halda mátti að þjóðin væri með eitthvert slappasta heilsufar allra þjóða.

Vissu þó allir að lífskjör, velferð og heilbrigðiskerfi voru með því besta sem gerist í heiminum, margfalt betra en sumar þjóðir þar sem veikindadagar voru miklu færri.

Þegar þetta hugarfar verður algengt fara menn að misnota svona réttindi á þeim forsendum að það séu hvort eð er svo margir sem geri það.

Ég var svo ótrúlega lánsamur í þau tólf ár sem ég starfaði á síðari hluta ferils míns hjá Sjónvarpinu að þurfa ekki að taka einn einasta veikindadag. Ári eftir að ég hætti þurfti ég hins vegar að ganga í gegnum fjögurra mánaða erfið veikindi.

Eftir á gæti sú hugsun læðst að hjá mér að ég hafi verið "óheppinn" að verða ekki veikur á meðan ég gat "tekið út" mína veikindadaga, - en sú hugsun á bak við veikindadaga, að rétt sé að "taka þá út", hvort sem fólk er veikt eða ekki, virðist furðu algeng.

Þessi hugsun er alröng, - ég átti að þakka fyrir að verða aldrei svo veikur af kvefpestum eða öðru að ég væri alveg óvinnufær.

Hún er líka alröng, bæði siðferðilega og skoðað út frá hagrænu sjónarmiði. Með því að misnota trygginga- og velferðarkerfið er verið að veikja það og allt þjóðfélagið á þann hátt að það bitnar á þeim sem síst skyldi, - þeim sem sannanlega þurfa á hjálp kerfisins að halda.


mbl.is Bæturnar misnotaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband