27.5.2009 | 21:30
Lítið dæmi um snilld.
Snilld Lionel Messi sást oft vel í þessum leik en ég nefni lítið dæmi. Það var þegar hann prónaði sig áfram aðþrengdur af þremur andstæðingum, sem felldu hann svo að hann kútveltist en komst samt á fætur og tók boltann og hélt áfram með hann.
Messi og Maradona eru dæmi um argentínska knattspyrnsnillinga sem nýta sér helsta kost þess að vera lágvaxnir, en það er hve þyngdarpunkturinn liggur lágt. Þeir hafa gott jafnvægi og eru liprir í þröngum stöðum auk þess sem boltameðferðin er einstök. Það sást vel í atvikinu sem ég var að lýsa.
Ef maður skoðar líkamsbyggingu Eiðs Smára Guðjohnsen sést, að neðri hluti líkamans er hlutfallslega styttri en efri hlutinn. Það gefur honum gott jafnvægi og lágan þyngdarpunkt miðað við hæð. Veit ekki hvort margir hafa veitt þessu athygli.
Hæðin getur hins vegar verið notadrjúg fyrir Eið í skallaeinvígi.
Bloggar | Breytt 28.5.2009 kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.5.2009 | 20:46
Spurt að leikslokum.
Gaman að geta bloggað með tveggja daga millibili með sömu fyrirsögninni hvað snertir Barcelona. Tvö töp í röð í spænsku deildinni gufuðu upp með frábæru sigri liðsins og þrennu á leiktíðinni.
Það var skrýtið að sjá eins frábært lið og Manchester United skorta það sem maður getur séð lið uppi á Íslandi hafa: Karakter. Lið var með skrautsýningu fyrstu mínúturnar en skorti karakter til að taka á atburðarás sem var því í óhag.
Hvað kalla menn svona sigur Barcelona? Meistaraheppni. Hún fylgdi þeim allan leikinn. Til hamingju, Eiður Smári, að hafa verið skráður í þetta lið, þótt þú sætir á bekknum allan tímann. Hvort er það sætara eða að vera besti maðurinn í liði sem er einhvers staðar í miðri deild?
![]() |
Barcelona Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.5.2009 | 12:44
Hágengið átti stóran þátt í hruninu.
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor er áreiðanalega ekki einn um það að sjá vandkvæði á því að hækka nú gengi krónunnar um allt að fjórðung og ætla að láta það halda. Gylfi bendir á að ofurskuldsetningar fyrirtækja séu aðal vandamálið og við því má bæta að þessi hrikalega skuldasöfnun var möguleg vegna þess hve krónan var skakkt skráð.
Þörfin fyrir skuldsetninguna jókst þar að auki mjög hjá sjávarútvegi og öðrum útflutningsgreinum, einmitt vegna of hás gengis krónunnar. Vísa að öðru leyti til bloggs míns næst á undan þessu.
![]() |
Ekki raunhæft að festa gengið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2009 | 00:16
Bara að það haldi !
Það hefur gefist misjafnlega að festa hlutina í efnahagsmálum. Sæmilega tókst um stutt skeið árið 1959 að færa verðlag niður með valdboði. Verr gekk um 1970 þegar fundið var upp það snjallræði sem kallað var verðstöðvun.
Hún hélt raunverulega aldrei.
Fastgengisstefna fyrri tíma hélt aldrei nema í takmarkaðan tíma. Gengi krónunnar var þá yfirleitt skráð hærra en svo að það héldist til lengdar og hágengið skapaði útflutningsatvinnuvegunum vanda.
Sé gengi krónunnar skráð of hátt skekkist allt og ætti reynslan frá hágengistímabilinu í "gróðærinu" og á öðrum svipuðum tímum eins og 1942-1949, síðari hluta sjötta áratugarins og fleiri sambærilegum tímabilum að vera til lærdóms.
Hins vegar eru nú óvenjulegir tímar sem hugsanlega kalla á óvenjulegar lausnir sem þó virðast kallast á við misheppnaðar aðgerðir fyrri tíma.
![]() |
Festa gengið í 160 - 170 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)