Seiðandi Söngvaseiður.

VIð Helga fórum í kvöld á æfingu á Söngvaseið í Borgarleikhúsinu og áttum góða stund . Björgvin Halldórsson hefði sagt í okkar sporum að þessi sýning væri ótrúlega "erlendis", söngurinn, tónlistin, leikstjórnin, kóreografían og frammistaðan öll.

Ég get ekki stilt mig um að nefna þær Valgerði Guðnadóttur og Hönsu, Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. Það er sjaldgæft að sjá söng- og leikkonu eins og bókstaflega fædda í aðalhlutverk sitt, en það er Valgerður Guðnadóttir svo sannarlega. Það er ekki hver sem er sem getur farið í föt Julie Andrews.

Síðan söng Hansa "Climb every mountain" á þann hátt að þetta söngatriði hennar er greypt í hugann þótt íslenska þýðingin á "Clmb every mountain" hefði mátt vera markvissari. Og minnsta stelpan í systkinahópnum var alger senuþjófur.

Sýning fyrir unga sem aldna, sem ég hefði viljað sjá þegar ég var ca tíu ára sem fyrstu upplifun á töfrum leikhúss og tónlistar.


Hve margir Íslendingar líka?

"Ein fyrsta setningin sem glumdi í eyrum landsmanna þegar bankaflótti brast á síðastliðið haust var: "Ríkisstjórnin tryggir innstæður í íslenskum bönkum!"

Tælendingarnir, sem sagt er að hafi engu tapað í bankahruninu, hafa tekið þessi loforð alvarlega. Ef þau tapa engu ættu Íslendingar, sem eiga fé hér á sömu kjörum og þau, heldur ekki að tapa neinu. Hvað skyldu þessir Íslendingar vera margir og hve mikið skyldu þeir eiga?

Og er það alveg víst að þetta fólk muni ekki tapa neinu ef innistæða þeirra er í íslenskum krónum? 

Það væri þá ljós í myrkrinu þessa dagana en vekur samt spurningar um það hvort það sé réttlátt að sumt fólk sleppi alveg eða miklu betur frá faðmlagi kreppunnar þegar nauðsyn er á að byrðunum af hruninu sé dreift.

Á móti því kemur það sjónarmið að þeir sem létu ekki ginnast til að steypa sér í stórskuldir heldur lögðu sitt af mörkum til þeirra sjóða sem standa undir lánastarfsemi eigi að fá að njóta þess. Ef fleiri í veröldinni hefðu hugsað eins og Tælensku hjónin hefði svonefnt útlánafrost kannski ekki orðið eins skætt og raun varð á.


mbl.is Töpuðu engu í bankahruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband