15.6.2009 | 08:14
"Tær viðskiptasnilld": Gróðavænleg vandræði.
Icesave-sjóðirnir voru "tær viðskiptasnilld" að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar í sjónvarpsviðtali. Orð sem munu lifa og fá nýtt líf aftur og aftur.
Svipað má líklegast segja um lán hans hjá séreignalífeyrissjóðnum.
Þegar Kárahnjúkavirkjun stóð tæpt vegna þess að óvíst var hvort og hvernig yrði hægt að bora í gegnum mikið misgengissvæði sem menn höfðu leynt fram að því lýstu tveir snjallir bankamenn því fyrir mér hve þessir erfiðleikar gætu orðið hagstæðir fyrir þann banka sem Landsvirkjun skipti við.
Annar þeirra sagði við mig þessa dásamlegu setningu: Því verr sem virkjunin gengur, því meira græðir sá banki sem fjármagnar hana."
Það væri vegna þess að virkjunin væri ríkistryggð og því tæki bankinn enga áhættu, gæti ekkert annað en grætt, hvernig sem allt færi.
Bankinn myndi græða mest á því að standa að því að redda Landsvirkjun um neyðarlán á háum vöxtum þegar í harðbakkan slægi.
Ég hef traustar heimildir fyrir einu dæmi um þetta. Það var neyðarfundur sem haldinn var að morgni dags þar sem bjarga þurfti sjö milljörðum króna innan klukkstundar.
Þetta var um svipað leyti og illa gekk fyrir austan.
Já, þau eru mörg dæmin um "tæra viðskiptasnilld" sem nú eru að koma í ljós. Eitt besta dæmið finnst mér það sem felst í þessu: Því verr sem lántakanum gengur, því meira græðir bankinn sem lánar honum. "Tær viðskiptasnilld."
![]() |
Fékk 70 milljóna lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2009 | 07:16
Magnús Scheving gerði þetta líka.
Það blæs ekki byrlega fyrir mitt lið, Fram, um þessar mundir í fótboltanum. Nú verða mínir menn að fara að taka sig á ef þeir eiga ekki að lenda á kunnuglegum slóðum frá því fyrir nokkrum árum í deildinni.
Innköst Steinþórs Þorsteinssonar hjá Stjörnunni eru frábær, jafnast á við spyrnu hvað snertir hæð, lengd og nákvæmni.
Hann er þó ekki sá fyrsti sem þetta gerir. Í Stjörnuliðinu mínu svonefnda tók Magnús Scheving svona innköst yfir endilangan eða þveran völlinn eftir atvikum hér á árum áður og vakti gríðarlega lukku á hinu fjölmenna árlega Shellmóti í Vestmannaeyjum.
Magnús lumaði auk þess að ýmsum öðrum stórkostlegum óhefðbundnum brögðum í knattspyrnunni.
Raunar væru uppátæki Stjörnuliðsmanna í gegnum ári efni í hluta úr bók, svo marga skemmtilegar og óvenjulegar kúnstir gerðu þeir oft á tíðum.
![]() |
Frábær sigur Stjörnunnar á Fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)