"Það er gott að..." - 3ja vísa.

Nýjar fréttir berast jafnvel með nokkurra mínútna millibili frá Kópavogi. Orðið dótturfyrirtæki hefur nú öðlast nýja merkingu í íslensku máli.

Hér kemur þriðja vísan í fréttasagnabálkinum, í viðbót við þær tvær sem komu fyrr í dag og voru bloggaðar í hádeginu.

Þessi vísa varð til þegar margumrædd viðskipti bæjarins komust í hámæli og sem fyrr skal lesa síðustu hendinguna með djúpri röddu í gegnum rör: 

 

Út af dótturmálum hópar heyja

hörkuslag, - það er sem bærinn logi. 

Gunnar nú um það vill þetta segja: 

"Það er gott að eiga pabba´í Kópavogi. 


mbl.is Framsókn leggst undir feld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á við þrjá aðra sigra?

Mér var alveg hætt að lítast á blikuna með liðið mitt áður en það gerði sér lítið fyrir og vann sætan sigur nú síðdegis.

Fyrir innvígða Framara er sigur á KR líkast til á við þrjá aðra sigra, svo mikils virði er KR í heimsmynd Framara þar sem annar póllinn hefur í heila öld verið í Vesturbænum og hinn í Austurbænum.

Nú hefur aukist von um að Fram þoki sér af of gamalkunnu svæði frá árunum í kringum aldamótin og komi sér á svipað ról og liðið var á í fyrra. Er það vel.


mbl.is Sanngjarn sigur Fram á KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er verra að búa í Kópavogi.

Stundum er ekki einleikið hvernig fréttir byrja að hrúgast upp á einhverjum afmörkuðum stað eða sviði. Þetta á við um Kópavog þessa dagana þegar fréttirnar taka við hver af annarri.

Ég sé fram á að þurfa að bæta vísu við þær tvær sem ég hef notað um málefni bæjarstjórans. Sú fyrri var gerð í tilefni af því að það var borið út að bæjarstjórinn hefði sést á ferli á eða við súlustað Geira Goldfingers.

Þá varð til þessi vísa og skal tekið fram að síðustu hendinguna verður fyltjandinn að lesa í gegnum rör með eins djúpri röddu og honum er unnt:

Á súlustaðnum Gunnar allvel undi. /

Úr augum hans skein bjartur frygðarlogi  /

þegar að hann þreifaði´um og stundi: /

"Það er gott að búa í Kópavogi."

 

Seinni vísan varð til þegar Gunnar hafði komið í viðtal í sjónvarpi nær gráti nær yfir því hve mörgum milljörðum bærinn hefði tapað á því að fólk skilaði lóðum sínum og að nú yrði að draga saman í rekstri hins góða bæjarfélags. Sú vísa er svona og skal síðasta hendingin lesin djúpri röddu í gegnum rör:

Heimurinn er allur orðinn breyttur.  /

Allt of hátt var spenntur okkar bogi.  /

Gunnar Birgisson nú þusar þreyttur:

"Það er verra að búa í Kópavogi."

Er á leið frá Akureyri til Reykjavíkur og bíð spenntur eftir nýjustu fréttum úr Kópavogi og hugsanlegu tilefni til þriðju vísunnar um málefni þess góða bæjarfélags.


mbl.is Sakar Gunnar um blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband