23.6.2009 | 16:37
Óbeinn kostnaður af gervigrasinu.
Ég var að koma frá sérfræðingi í fótaaðgerðum. Við ræddum um afleiðingar slæmrar meðferðar á fótum vegna ofreynslu á hné, ökkla og mjaðmir, einkum hné.
Hann sagði mér að með tilkomu gervigrasvallanna hefði tíðni meiðsla og slits í þessum liðum farið mjög vaxandi og greinilegt væri að þarna væri samband á milli.
Fróðlegt væri ef úttekt yrði gerð á þessu. Fyrir utan þjáningar og vinnutap væri hugsanlega hægt að slá á það hvað óhæfileg notkun þessara valla kostaði þjóðfélagið í beinhörðum peningum sem fara forgörðum í heilbrigðis- og tryggingarkerfinu.
Hreyfing og íþróttir eru bráðnauðsynlegar og mikils virði fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði. En það er líklega ekki sama hvernig þær eru stundaðar. Það er mikilvægt að allar hliðar þess máls séu skoðaðar vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)