10.7.2009 | 21:16
Líkt við "geimóra" í upphafi.
Hvalaskoðun er dæmi um það sem menn hafa kallað "eitthvað annað" í niðurlægingarskyni. Í upphafi voru það hugvitssamir einstaklingar sem hófu þessa starfsemi, sem spratt að sumu leyti upp úr því ástandi sem kvótakerfið skapaði.
Ég minnist enn fréttar sem ég gerði um hvalaskoðunarbát, sem gerður var út frá Hornafirði, og notaði samlíkingu úr Bíblíunni þegar Kristur sagði við fiskimanninn við vatnið: "Héðan á frá munt þú menn veiða."
Einn af frumkvöðlunum sagði mér frá þeim múrum fordóma og vantrúar sem hann hefði rekið sig á þegar hann byrjaði þessa starfsemi. Gert hefði verið gys að henni og vonir hans um að henni yxi fiskur um hrygg kallaðar "geimórar."
![]() |
Hvalaskoðun vex hröðum skrefum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.7.2009 | 20:24
Dásamlegt fyrirbæri, Landsmótið.
Starfsemi Ungmennafélaganna hefur verið skilið eftir margar góðar minningar í gegnum tíðina.
Ungmennafélagið í sveitinni minni, Langadalnum, sem bar nafnið Vorboðinn, stóð fyrir íþróttamótum á bökkum Blöndu fyrir neðan Hvamm, þar sem ég var í sveit.
Þar létu systkinin á næsta bæ, Móbergi, Guðlaug Steingrímsdóttir og Valdimar Steingrímsson fyrst að sér kveða í spretthlaupum.
Guðlaug varð Landsmótsdrottning 1962 og Valdimar var lipur spretthlaupari, rann 100 metrana á 11,3 sekúndum ef ég man rétt.
Ég keppti 1964 á héraðsmóti á Laugum í 100 og 400 metra hlaupum og atti hörðu kappi við og kynntist skemmtilegum hlaupurum þar, þeim Sigurði Friðrikssyni og Jóni Benónýssyni.
Eftir 100 metra hlaupið varð maður að skjótast inn í samkomuhúsið og skemmta þar og snarast síðan út aftur til að hlaupa 400 metrana. Svona voru nú hérðsmótin og landsmótin á þessum árum.
Eftir mótið lá leiðin til Akureyrar og ekki er minningin síðri þaðan þar sem ég náði mínum besta tíma í 100 metrunum.
Sigurði Geirdal kynntist ég á héraðsmóti á Blönduósi og fór með Ólafi Unnsteinssyni og ÍR-ingum í minnisstæða keppnisferð til Svíþjóðar. Ólafur setti mark sitt á landsmótin á meðan hann var upp á sitt besta.
Líkast til eru margir keppendur og landsmótsgestir núna á Landsmótunum foreldrabetrungar hvað snertir reglusemi, að minnsta kosti ef miðað er við landsmótið í Hveragerði 1949, þar sem lögregla varð að grípa til þess umdeilda ráðs til að ná tökum á vínberserkjum að troða þeim ofan í poka og reima fyrir!
![]() |
Góð keppni í góðu veðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2009 | 17:26
"Brímans bál?"
Mér skilst að Helgi Björnsson hafi ætlað að syngja í Hótel Valhöll í kvöld og næstu föstudagskvöld. Kannski átti eitta af lögum hans að vera um "Brímans bál" eða "Ring of Fire " sem Johnny Cash gerði frægt. Nú verður varla úr því nema að Helgi syngi þetta lag utan húss á meðan brennur.
Margir hafa átt góðar stundir í þessu hóteli. Mig rámer enn í það þegar foreldrar mínir fóru fyrst með mig til Þingvalla þegar ég var fjögurra ára.
Þetta eru 3-4 minningarbrot. Hið fyrsta var þegar ekið var niður Almannagjá. Það var ógleymanlegt og ég tel að það eigi að leyfa slíkt undir eftirliti og ákveðnum reglum í hálftíma á degi hverjum.
Annað var þegar ég datt í hrauninu og blóðið fossaði úr höfðinu á mér. Hið þriðja var þegar læknirinn saumaði gatið saman.
Hið þriðja var þegar við vöknuðum í miklum hita í hótelherbergi í Valhöll morguninn eftir. Hvort brímans bál lék lausum hala hjá kornngum foreldrum mínum í þessari ferð veit ég ekki.
En fyrstu minningar mínar frá Hótel Valhöll tengjast miklum hita.
![]() |
Skíðlogar í Valhöll á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)