En aftöku Gjástykkis verður ekki frestað.

Nú berast fréttir berast af því að framkvæmdir við Hverahlíðarvirkjun frestist vegna fjárskorts.

Nýlega gerði Landsvirkjun milljarðs króna misheppnaða tilraun til djúpborunar nálægt Leirhnjúki.

P1010033

Auk þess liggur nú fyrir að vegna þess að ágóði af því að sleppa virkjun Sauðánna austast í Hraunaveitu er notaður til að reisa viðbótarstíflu norðan við Kárahnjúkavirkjun sé ekki eyrir fyrir hendi til þess að breyta yfirfalli Kelduárstíflu eða skoða þann möguleika að þyrma Folavatni.

Ofan á allt stefnir í veruleg fjárhagsvandræði hjá Landsvirkjun innan fárra ára.

 En einu hefur Landsvirkjun efni á: Að sækja áfram inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið sem virðist vera algert forgangsatriði hjá fyrirtækinu. Staðarvalið til þess að gera hina misheppnuðu djúpborunartilraun þarna virðist ekki hafa verið tilviljun.

DSCF0542

Efsta myndin hér er af þeirri borholu með Leirhnjúk í baksýn, en Landsvirkjun skilgreinir borholusvæðið sem Kröflu.

Myndirnar þar fyrir neðan voru teknar í Gjástykki í fyrrasumar.

Þeir eru nefnilega byrjaðir þar og hafa borað þrjár holur og lagt langa vatnsleiðslu.  

Og í frétt í Fréttablaðinu í gær kemur fram að LV stefni að því að bora þrjár bora tilraunaborholur í Gjástykki en ætli samt ekki að virkja þar ef aðrar virkjanir á svæðinu takast eins og vonast er til.

DSCF0576

Þetta er einkennilegt. Á sama tíma sem Landsvirkjun á í vaxandi fjárhagsvandræðum hefur hún efni á því að eyða tugum eða hundruðum milljóna í tilraunaboranir sem eiga ekki að hafa virkjanir í för með sér !

Heilkennið er þekkt úr virkjana- og stóriðjusögunni. Í upphafi átti 120 þúsund tonna álver að nægja í Reyðarfirði en síðan þrefaldaðist stærðin. Svipað hefur verið uppi á teningnum í Helguvík og á Bakka.

DSCF0591DSCF0591

Aðferðin hefur svínvirkað og mun líklega gera það líka á hinu ómetanlega svæði náttúruverðmæta sem Leirhnjúkur-Gjástykki er.

Með því að eyrnamerkja sér svæðið með borunum í svipuðum stíl og hundar gera þegar þeir merkja sér svæði stefnir Landsvirkjun að því forgangsverkefni sínu að sjá til þess að ekki eitt einasta háhitasvæði norðanlands, sama hve einstætt það er á heimsvísu, fái að vera ósnortið. 

Með því er Bandaríkjamönnum gert auðveldara að varðveita sitt mikla orkubúnt Yellowstone þótt það teljist ekki eins einstætt og hið eldivirka Ísland er.

Næstneðsta myndin er af einni af fjölmörgum gjám Gjástykkis, sem myndaðist fyrir 25 árum og myndir eru til af frá þeim tíma.

Ameríka er vinstra megin en Evrópa hægra megin við gjána, sem hefur myndast við það að meginlöndin færast frá hvort öðru.

Gjáin er manngeng og meira en mannhæðar djúp.  

Lengra framundan í gjánni má síðan sjá hvernig hraun kom þar upp eins og í kraftmikilli lind og breiddist út, rann jafnvel niður í gjána aftur.

Þetta er besta dæmið sem til er á yfirborði jarðar í heiminum um rek meginlandanna og sköpun nýs lands, í þessu tilfelli Íslands.

Neðsta myndin er sama myndin, - fór óvart inn fyrir "tæknileg mistök."  

 

 

 

 


mbl.is Hverahlíðarvirkjun frestast vegna óvissu í fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband