Ekki finnsku mistökin í velferðarmálum.

Finnar vóktu aðdáun með tæprar hálfrar aldar millibili þegar þeir tókust af gríðarlegum dugnaði á við erfið ár vegna skulda eftir heimsstyrjöldina og síðan þegar Sovétríkin hrundu og þar með mikilvægasta viðskiptaþjóð þeirra.

Þeir fóru svonefnda finnska leið í efnahagsmálum með því að beisla hugvit og mannauð en hættu við að fara út í stórkarlalegar virkjana- og verksmiðjuframkvæmdir.

En þeir viðurkenna að hafa gert þau afdrifaríku mistök í kreppunni á tíunda áratugnum að skera of mikið niður í velferðarþjónustunni.

Lögreglan er hluti af velferðarkerfinu og mikilvægi hennar eykst með auknum óróa og lausung. Þess utan eru agaleysi og villimennska viðvarandi í svonefndum skemmtanalífi Íslendinga og það tekur sinn toll.

Áfengisbölið verður víst að hafa sinn gang eins og einhvern tíma var sagt og enginn lýsti betur en Þórður Guðjonhsen heitinn þegar hann sagði eftir að áfengisverðið hafði hækkað: "Nú er brennivínið orðið svo dýrt að maður hefur ekki efni á að kaupa sér skó."


mbl.is „Algjör misskilningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband