Stærsta og lúmskasta ógnin.

Núverandi birgðir kjarnorkuvopna er meiri og lúmskari ógn við lífið á jörðinni en aðrar ógnir. Hún er það vegna þess að umráð yfir kjarnorkuvopnum gefur þeim sam hafa yfirráð yfir þeim falska öryggiskennd og svokölluð fæling, sem talin er að vopnin tryggi, byggir á þeirri forsendu, að tryggt sé að kjarnorkuveldin grípi til þessara vopna ef þeim sýnist það nauðsynlegt.

Það jafngildir upphafi keðjuverkunar beitingar vopnanna sem enginn getur séð fyrir hvar endar.

Í Kalda stríðinu var þessi gagnkvæma fæling kölluð Mutual Assured Destruction, skammstaða MAD, sem þýðir brjálun.

Tilvist þessara vopna er mesta og hættulegasta brjálun okkar tíma, hættulegri en brjálun sjálfs Adolfs Hitlers, sem réði sem betur fór ekki yfir slíkum vopnum. Sá brjálæðingur hikaði þó við að nota efnavopn.

Á Íslensku gæti skammstöfunin falist í GAGA, skammstöfun á orðunum  gagnkvæm afdráttarlaus gereyðing alls. 

Gorbachev er að mínu mati vanmetinn vegna þess að honum skjátlaðist hrapallega varðandi það að hægt væri að lappa upp á sovétkommúnismann. Að því leyt var hann tapari, "lúser" eins og margir orða það. 

En árangur hans varðandi afvopnun og hlutur hans í því að sovétkerfið féll án þess að það kostaði stórstyrjöld mun tryggja honum betri eftirmæli síðar.

Barátta hans fyrir útrýmingu gereyðingarvopna er lofsverð.

Sumir svonefndir taparar lifa það ekki að verða metir að verðleikum. Einn þeirra var Ludvig Erhard, sem var kanslari Þýskalands í þrjú ár og hrökklaðist frá völdum.

Það stakk í stúf við 14 ára glæsiferil fyrirrennara hans, Konrads Adenauers, sem var einn þeirra þriggja þjóðarleiðtoga sem lagði grunn að núverandi Evrópusambandi og friði í stríðshrjáðri Evrópu.

Nú telja margir að sá efnahagsgrundvöllur, sem Erhard stóð að í Vestur-Þýskalandi eftir stríð og fékk nafnið Vestur-Þýska efnahagsundrið hafi verið mikilvægari en sjálf Marshall-aðstoðin.

Dæmi um þetta eru mörg. Frægasta tapararinn var líklegast sjálfur Kristur. Fyrstu aldirnar eftir krossfestingardauða hans töldu Rómverjar og umheimurinn að hann hefði verið tapari eins og þer gerast mestir.   


mbl.is Gorbachev talar enn fyrir eyðingu kjarnorkuvopna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagði þetta en gerði ekkert meira.

Við fáum sífellt að vita meira um ítrekaðar aðvaranir og andstöðu Davíðs Oddssonar við það sem gerðist hina örlagaríku mánuði frá febrúar til október í fyrra.

Hann segist hafa gert bankastjórum Landsbankans grein fyrir þessu fyrir rúmu ári, - sagt að þeir hefðu ekkert leyfi til að setja íslensku þjóðina á hausinn.

'Þetta virðist hann hafa sagt í einkasamtali við þá og er á honum að skilja að upp frá því hefði bankastjórunum mátt vera ljóst þeir yrðu að breyta um kúrs, enda það vitað frá fyrri árum að ef Davíð segði eitthvað gilti það sem lög.

Viðbrögð bankastjóranna voru hins vegar að bæta í og setja af stað stigvaxandi vöxt sjóðanna, allt hvað þeir gátu.

Þeir meira að segja auglýstu og fullyrtu fyrir Bretum og Hollendingum að innistæður í Icesave væru ekki bara baktryggðar af íslenska ríkinu heldur líka hinu breska og hollenska.

Þetta gerðu þeir blákalt án þess að blakað væri við þeim. Og þvert ofan í allar "aðvaranirnar" og hótanirnar mærði Davíð styrk bankanna og athafnir þeirra opinberlega fyrir hönd Seðlabankans í maí, nokkrum mánuðum eftir samtalið sem hann kveðst hafa átt við þá Landsbankamenn.

Bankastjórar Landsbankans virðast hafa tekið meintum orðum Davíðs sem innantómu gelti í hundi.

Davíð lét það nægja að hafa uppi andóf í einkasamtali en aðhafðist ekki neitt annað svo vitað sé.

Davíð segist hafa séð bankahrunið fyrir og að það hefði ekki orðið hefði hann fengið að ráða. En hefði ekki verið betra að við fengjum að vita þetta á þeim tíma sem það hefði getað breytt einhverju?

Davíð sem lærður lögfræðingur ætti að vita að sá sem hefur vitneskju um vítaverða háttsemi án þess að gera neitt í því nefnist á máli lögfræðinnar vitorðsmaður og að því leyti samábyrgur um það sem gert er. Sá verknaður að þegja um þetta opinberlega og segja þveröfugt í áheyrn allra heitir einnig á máli lögfræðinnar yfirhylming.

Margir vitrir menn hafa komist á blöð sögunnar. Davíð hlýtur að teljast einhver vitrasti maður eftirá sem um getur.  


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband