11.8.2009 | 05:27
Óhjákvæmileg endalok?




Á merkilegri ráðstefnu á vegum Verkfræðingafélags Íslands fyrir tuttugu árum var fjallað um þróun mála við Jökulsá á Breiðamerkursandi.
Niðurstaðan var sú að óhjákvæmilegt væri að hin mjókkandi eiði, sem liggja nú orðið að brúnni yfir ána myndu eyðast og lónið breytast í fjörð, fullan af ísjökum, sem yrði mjög í líkingu við firðina á Grænlandi.
Ástæðan er sú að eftir að lónið myndaðist fer sá jökulaur, sem áin bar áður til sjávar og hélt þar með við strandlengjunni, sest nú að í lóninu djúpa.
Þegar lónið væri orðið að firði yrðu afleiðingarnar tvenns konar:
1. Hringvegurinn rofnaði.
2.Saltur sjór kæmist að jöklinum og bráðnun hans yxi. Ísjakar bærust óhindrað út í sjó í miklu meiri mæli en nú er til trafala og hættu fyrir siglingar.
Það er mikið sjónarspil náttúrunnar sem á sér stað þarna um þessar mundir, og glögglega mátti sjá í ferð að lóninu fyrr í sumar.
Á ráðstefnu Verkfræðingafélagsins var rætt um ráð til að seinka fyrir þessari þróun með því að fylla upp í núverandi útfall og búa til annað austar eða vestar á sandinum, þar sem áin færi lengri leið til sjávar.
Því lengur sem drægist að gera þetta, því fyrr myndi hin óæskilega en óhjákvæmilega þróun hafa sínar slæmu afleiðingar á þessum stað.
Nú er spurningin sú hvort hér sé í uppsiglingu svipað "hrun" og varð hér í bankakerfinu, sem andvaraleysi muni flýta fyrir, rétt eins og þá gerðist.
![]() |
Mikil átök og ofboðsleg högg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)