12.8.2009 | 23:37
Leirhnjúkur og Gjástykki eru ein heild.
Jónína Bjartmarz, þáverandi utanríkisráðherra, og Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, héldu fjölmiðlafund skömmu fyrir kosningar 2007 og sýnd þar meðal annars þá tillögu sína að ekki yrði hróflað við neinu á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðinu nema að undangenginni ítarlegri og vandaðri rannsókn og sérstakri atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi.


Tveimur dögum fyrir kosningar (nógu seint til þess að enginn frétti það fyrr en eftir kosningar) gaf Jón Sigurðsson dæmalaust leyfi fyrir könnunarborunum í Gjástykki og nú má sjá þar þrjár holur með tilheyrandi raski og langri vatnsleiðslu.
Myndin hér við hliðina var tekin í Gjástykki í fyrrasumar.
Ég hef margsinnis bloggað um þetta mál og sýnt fram á að nýjustu borholur Landsvirkjunar rétt hjá Leirhnjúki og fyrirætlanir um að fara inn með eldvirka svæðinu úr Kröflueldum í svonefndan Vítismó eru upphafið á harðri sókn Landsvirkjunar inn á þetta svæði, sem getur gefið ósnortið af sér miklu meiri tekjur og heiður fyrir þjóðina af sér heldur en með tvísýnni nýtingu sem í besta falli skapaði sárafá störf í álveri á Bakka.
(Sjá neðstu myndina hér á síðunni)
Ævinlega er talað um Gjástykki eitt í þessu máli, en Leirhnjúkur og Gjástykki eru órofa heild hrauna, gíga og sprungna sem mynduðust í Kröflueldum líkt og Lakagígar eru ein heild, þótt helmingur þeirra sé sunnan við fjallið Laka og hinn helmingurinn fyrir norðan það og að ekki hafi gosið á sama tima á báðum endum.
Á neðstu myndinni sést hvernig sótt er áfram inn á milli hins magnaða sprengigígs Vítis og Leirhnjúks, en hinum megin við Víti er líka sótt fram og ætlunin að umkringja það algerlega inni í miðju iðnaðarsvæði.
Þetta var aðferð vélaherdeildanna í heimsstyrjöldinni sem sóttu fram og mynduðu tangarsókn sem sem skapaði þeim sigur með því að lokað stóra heri inni og eyða þeim.
![]() |
Landvernd vill friða Gjástykki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.8.2009 | 01:31
Fylgir ekki línunum vinstri-hægri.
Sífellt koma fram ný og stór mál þar sem afstaða manna mótast ekki af því hvar þeir eru í litrófinu vinstri-hægri heldur af öðrum ástæðum.
Þannig hafa skoðanakannanir sýnt að umhverfismál fylgja ekki þessum línum nema að litlu leyti. Ákveðna umhverfisverndarsinna má finna jafnt yst úti á hægri vængnum sem á vinstri vængnum.
Hið stóra Icesave-mál er nýjasta birting þessa fyrirbrigðis og fundur VG um málið í Kraganum er gott dæmi um það. Skoðanir eru skiptar hjá fylgismönnum allra flokka og því erfitt að henda reiður á því hvaða áhrif þetta mál hefur á flokkakerfið og ríkisstjórnarsamstarfið.
![]() |
Fjölmenni á félagsfundi VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)