13.8.2009 | 20:54
Þetta er eina leiðin.
Strax í haust var ljóst að eitt meginverkefni ráðamanna Íslendinga og þjóðarinnar sem heildar var að útskýra hinar einstæðu aðstæður sem myndast höfðu í málefnum landsins og áttu sér ekki hliðstæðu að neinu leyti.
Greinar eftir þáverandi og núverandi forsætisráðherra hefðu átt að birtast í erlendum blöðum og full þörf hefði verið og er enn á fundum leiðtoga Íslendinga og nágrannalandanna.
Það hefur gengið allt of hægt að koma þessu af stað og framundan er margra ára öflug barátta í þessum efnum, barátta sem verður að vera í forgangi.
![]() |
Jóhanna á vef Financial Times |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.8.2009 | 15:29
Maðurinn sem fann út að eitthvað væri að.
Á fundi sem ég átti með Viðskiptaráði á útmánuðum 2007 er mér eftirminnilegt þegar fulltrúi frá Marel á fundinum kvaðst hafa farið yfir reikninga Landsvirkjunar á milli tveggja tímapunkta þar sem gengi krónunnar og annað umhverfi fyrirtækisins var svipað.
Á milli höfðu liðið nokkur ár. Niðurstaðan var sú að fyrirtækið væri rekið með tapi og spurt var: Hvernig í ósköpunum má slíkt vera hjá fyrirtæki sem er nánast í einokunaraðstöðu á þessu tímabili og nýtur margs konar hagræðis og fríðinda af því að vera með ríkisábyrgð?
Skömmu áður hafði ég hitt mann með mikla kunnáttu á þessu sviði sem auðvitað vildi ekki láta nafns síns getið, en fullyrti að ef Orkuveita Reykjavíkur væri einkarekið fyrirtæki væri búið að reka yfirmennina.
Þessi lýsing virkar kannski ekki alveg eins beitt nú og þá í ljósi hrunsins en samt er ástæða til að spyrja krefjandi spurninga.
Vonandi verður á ný spurt spurninganna frá 2007 sem aldrei komust í hámæli ein eiga áreiðanlega fullan rétt á sér.
![]() |
Hörður stýrir Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)