"Kenna tit Hermann?..."

Rétt rúmlega 50 ár eru síðan lagið um Rasmus í Görðum var vinsælasta lagið á Íslandi og sló við lögum Presleys og rokkstjarna þess tíma.

Fyrir aldarfjórðungi keypti ég plötur með Fats Domino og rakst á einni þeirra á lag með viðlagi sem er á smá kafla næstum hið sama og seinni hluti lagsins um Rasmus. Sjálfsagt einber tilviljun en skondin engu að síður.

Nú er ég staddur á Akureyri, en þegar ég skemmti hér fyrst fyrir réttum 50 árum hafði vinstri stjórn Hermanns Jónassonar hrökklast frá völdum þá um veturinn og Heramann var ekki lengur ráðherra, heldur óbreyttur alþingismaður Strandamanna.  

Gat þó gamnað sér við veiðar hjá sumarbústað sínum við Grímsá, ræktað samband sitt við Sambandið og hugsað til fornrar tíðar þegar hann var glímukappi Íslands.  

Hermann hafði biðlað til Hannibals Valdimarssonar, samráðherra og forseta ASÍ á þingi ASÍ, en tilmælum forsætisráðherrans hafði verið hafnað. Í hönd fóru átök um kjördæmamálið þar sem Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag stukku í bandalag við Sjálfstæðiflokknum um breytingar sem Framsóknarm voru mjög andvígir. 

Hermann dó ekki ráðalaus en gróf upp Gunnar Dal, skáld, til að beita sér gegn eyðingu sveitanna sem boðuð kjördæmabreytingu myndi hafa í för með sér. 

Hér kemur textinn sem var frumfluttur á Akureyri fyrir hálfri öld á blöndu af færeysku, íslensku og prentsmiðjudönsku: 

 

HERMANN AF STRÖNDUM.

 

Kjenna tit Hermann, Hermann af Ströndum? 

Hann eigur sér bæði hestar og neyt.

Svo hefur hann Sambandið sínum í höndum

og svaka miklar fiskeríasprænar úti í sveit.

 

Men Hermann, ja, Hermann, hann föler sig svo eina. 

Hann hugsar um Hannibal som situr heilt aleina.

Tí Hermann, ja, Hermann, hann er gamal drongur

menn Hannibal gongur og tímir ekki longur.

 

 

En kratar og komarnar gera rellu slæma.

Teir kela við íhaldið grúulega skart

og vilja úr sveitunum fólkin burt flæma.

Tað finns Hermann glímara vera onkja smart.

 

Tí Hermann, ja, Hermann, hann er gamal drongur

men Hannibal gongur og tímir ikki longur.

Hann dreymir um Hannibal bæði daga og natur.

Vinirnir arga hann, svo hann er ofta nokk svo flatur.

 

En Hermann, ja, Hermann, hann fór sér einn daginn

og draujaði sér heim til Gunnars í Dal.

Að rembast hann ætlaði, reyjur og spræðin 

Í  ræðunum þeirra svo lauk nú þeirra tal: 

 

 "Ó, Gunnar Dal mína, mín fitta rúsína.

Vil tú om mig fjálga, mín lífsins kamína?! 

Ja, elskaði Hermann, nú kunni ég skríggjað.

Í tríatí ár har jeg endnu ventad tig að fríggjað."  

 

 

  


mbl.is Rasmus hljómaði á Stokkseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera "þægur".

Hve margir hafa verið þaggaðir niður með því að segja við þá: "Ég held þú ættir að halda þig við..." og síðan er tiltekinn sá afmarkaði bás sem viðkomandi er ætlað að halda sig á?

Það er rétt að sum embætti fela það í sér að takmörk eru fyrir því sem þeir, sem þeim gegna, geta sagt opinberlega.

Hins vegar ríkja tjáningar- og málfrelsi í þessu landi og ég fæ ekki séð hvers vegna Eva Joly má ekki verja málstað okkar Íslendinga erlendis á þann hátt sem hún sjálf telur réttastan.

Kann að vera að einhverjir vildu að hún hefði gert það öðruvísi í einstökum atriðum en þá er það þeirra að fara í rökræðu um það mál.

Á árunum upp úr aldamótunum ríkti vaxandi og skaðleg þöggun hér á landi.

Ein helsta undirstaða þöggunar er að sem flestir séu í þeirri stöðu að þeir vogi sér ekki að taka opinberlega afstöðu í umdeildum málum.

Sjálfur kannast ég við slíkt frá fyrri tíð þegar maður gekk undir manns hönd við að hræða mig frá því að gera og segja það sem ég taldi réttast.

Einn ráðherranna fyrir áratug var óánægður með það sem ég var að gera, kvaddi mig með þessum orðum eftir rökræðu okkar um þetta með því að segja við mig í lokin: "Vertu nú þægur."

Eva Joly hefur aldrei verið "þæg". Það kann að geta komið sér illa við hana á stundum en hún hefur náð þeim frábæra árangri í störfum sínum sem hefur skapað orðstír hennar að hafa aldrei verið "þæg", - aldrei verið hrædd við að gera það sem hún taldi sjálf réttast.

Íslendingum veitir ekki af stuðningi á alþjóðavettvangi og atbeina velunnara okkar.

Einu sinni var sagt: "Ber er hver að baki nema sér bróður eigi." Nú geta Íslendingar sagt við Evu Jolly: "Ber er hver að baki nema sér systur eigi."


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband