10.9.2009 | 15:45
Friðun Leirhnjúks, Vítismós og Gjástykkis.

Svæðið frá brekkubrúninni fyrir norðan Kröfluvirkjun og norður um Leirhnjúk, Vítismó og Gjástykki þar sem gaus í 9 eldgosum 1975-84 með tilheyrandi gjósandi sprungum og gígum er ein órofa heild, og hana verður að friða alla.

Á myndinni hér við hliðina er borsvæði Landsvirkjunar í forgrunni, rétt við hinn magnaða sprengigíg Víti, sem tekur nafna sínum í Öskju fram um það að vera tvöfaldur eins og sést.
Fjær eru Vítismór og Leirhnjúkur, en það er suðurendi svæðisins sem gaus á í Kröflueldum.
Ég hygg að engum myndi detta í hug að leyfa svona umhverfisspjöll við Kerið í Grímsnesi, sem stenst þó engan samjöfnuð við Vítin í Kröflu og Öskju.
Síðan þessi mynd var tekin eyðilagði Landsvirkjun milljarðs króna fjárveitingu til djúborana með því að bora í Vítismó mili Vítis og Leirhnjúks að því er virtist eingöngu tll þess að sækja með bora sína norður Vítismó í hernaðinum gegn Leirhnjúk og Gjástykki.
Á mynd nr. 2 er horft af barmi Vítis yfir nýju borholuna sem var boruð svo nálægt eldstöðinni frá 1975 að borinn kom auðvitað niður á bráðna kviku!
Næstu borholur eiga síðana að koma í röð meðfram eldgosasvæðinu.
Auðvitað hefði átt að bora þessa holu, sem gat gefið grundvöll fyrir þúsunda milljarða króna framförum, á öruggari stað, t. d. við Nesjavelli eða á Reykjanesi.

Hvergi í heiminum er hægt að finna svæði í líkingu við þetta.
Á mynd nr. 3 er horft yfir Leirhnjúk, en á mynd nr. 4 er horft yfir svæði við Sandmúla sem Alþjóðasamtök áhugafólks um ferðir til mars hefur valið sér sem æfingasvæði fyrir marsfarana, líkt og Askja varð fyrir valinu fyrir tunglfarana 1967.
Tunglfararnir og það, að mörgum finnst þeir komast í snertingu við sköpun jarðar í Öskju, skapar aðdráttarafl hennar.


Svæðið Leirhnjúkur-Gjástykki skapar jafnvel enn sterkari upplifun, vegna þess að á einum stað, sem ég vil kalla Nýja-Ísland, er hægt að ganga eftir sprungu, sem er tveggja mannhæða djúp, þar sem Ameríka rifnaði frá Evrópu 1984 og upp úr sprungunni gaus eins og í gosbrunni hraun sem breiddist um landið og rann jafnvel niður í sprunguna og upp úr henni á víxl.
Í Öskju liggja ekki fyrir neinir vitnisburðir eða myndir um það sem gerðist þar.
Af atburðunum í Kröflueldum er þetta hins vegar fyrir hendi og getur skapað grundvöll að stofnun miðstöðvar svipaða Skógareldasetrinu i Yellowstone, þar sem er safn og bíóhús helgað skógareldunum miklu 1988.
Það auðveldar ferðamönnum að fara á vettvang og upplifa eldana og afleiðingar þeirra.
Safnið gæti borið nafnið "Sköpun jarðarinnar og ferðir til mars."
Fagna ber því að umhverfisráðherra hafi farið í Gjástykki þótt hún virðist hafa getað fengið betra veður.
Hvort hún hefur gengið norður að sprungunni neðstu myndinni er óvíst. Ég hef ekki enn hitt neinn sem hefur gengið þangað nema með mér í ferðum mínum í sumar.
Það á ekki að leyfa Landsvirkjun að fara lengra með bora sína. Þeir geta vel efnt loforð sín hér um árið að hægt sé að skábora inn undir svona svæði.
![]() |
Gaumgæfir friðun Gjástykkis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.9.2009 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.9.2009 | 09:41
Meira fjölbreytni og frelsi.
Fyrir kosningarnar 2007 var það eitt af stefnumálum Íslandshreyfingarinnar að auka frumkvæði, fjölbreytni og frelsi í landbúnaði og störfum á landsbyggðinni. Slíkt getur ekki aðeins örvað viðskipti og eflt val og kjör neytenda heldur einnig virkað örvandi fyrir ferðaþjónustu.
Sem dæmi má nefna að neytendur kunna að gera sér ferð til að versla uppi í Kjós í stað þess að fara eitthverja aðra og hefðbundnari leið í frístundaakstri sínum.
Ekki væri það amalegra ef viðkomandi bóndi ættti heima nærri sjávarþorpi þar sem hægt væri að fá nasasjón af einfaldri smábátaútgerð og kaupa fiskinn, sem þar er á boðstólum.
Möguleikarnir eru miklu fleiri en sýnist í fljótu bragði og margt smátt gerir eitt stórt, hvað sem líður hæðnistali sumra um "eitthvað annað" vegna þess að aðeins stóriðja geti bjargað atvinnumálum þjóðarinnar.
Í sex risaálverum sem nota alla fáanlega orku landsins gætu aðeins 2% vinnuaflsins fengið atvinnu og jafnvel þótt menn gæfu sér að þau störf og tengd störf yrðu alls 8% vinnuaflsins, þarf að finna störf handa 92% við "eitthvað annað."
![]() |
Hrein og ómenguð nautasteik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2009 | 00:21
Of lengi óeðlilegt ástand.
Ég hef áður sagt frá hinum óeðlilega ástandi sem ríkt hefur í Reykjavík lengi og varðar síendurtekin innbrot og bílþjófnaði. Dæmi eru um að meðan maður einn skrapp í Bónus að versla komu þjófar á stórum sendiferðabíl, brutust snarlega inn hjá honum, hreinsuðu innbúið út með látum og hurfu á brott.
Ástandið í umræddi hverfi var orðið sjúklegt. Vonandi láta aðgerðir lögreglunnar nú á gott vita.
![]() |
Lögregluaðgerðir gegn þjófahópum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)