12.9.2009 | 21:09
Fyrsta íslenska þátttakan var 1981.
það er fagnaðarefni að eftir langt hlé taki íslendingur þátt í heimsmeistarakeppninni í ralli. Mig minnir að þetta hafi verið reynt tvisvar áður, en ég man ekki hver reyndi það í annað sinn, en það var í RAC-rallinu í Bretlandi.
Hitt man ég að við bræðurnir, Jón og ég, tókum fyrstir Íslendinga þátt í heimsmeistarakeppninni.
Það var í sænska rallinu 1981 og slíku ævintýri gleymir maður aldrei.
Þarna fékk maður að kynnast muninum á ralli í hæsta gæðaflokki, þar sem þeir allra bestu keppa, og röllum eins og hjá okkur Íslendingum, sem vorum þá að stíga allra fyrstu skrefin í þessari íþrótt hér á landi.
Í fylgd með okkur var Ólafur Guðmundsson sem síðan hefur heldur betur staðið vaktina á sviði þess að standa að röllum og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.
Það er kominn tími til þess að fleiri nái að klára keppni í heimsmeistarakeppni en við. Þess vegna er það fagnaðarefni að Daníel Sigurðsson skuli ætla að sækja á þennan bratta og fylgja honum bestu óskir frá okkur bræðrum.
![]() |
Tekur þátt í HM í rallakstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)