18.9.2009 | 13:56
Bernskufantasía sonar karls og kerlingar í koti.
Ein af fyrstu minningum mínum felst í því að mér þótt skrýtið að einn dag á hverju ári blöktu fánar við hún á Íslandi án þess að það værí stórhátíð og þegar ég spurði af hverju var svarið: "Það er verið að flagga fyrir kónginum."
Síðan færðist þessi siður yfir á forsetann og finnst mér út í hött að viðhalda þessum sið sem upphaflega var af hollustu við einvaldskonung, þótt Kristján 9, afi Margrétar, væri svosem ekki einvaldskonungur.
Hvað um það, - í þann tíð voru vinsælustu tímarit á Íslandi "Hjemmet" og "Familie Journalen" og þar var mikið fjallað um danska kóngafólkið.
Kom fljótlega í ljós að sonardóttir konungs væri jafnaldra mín og líklegur erfingi krúnunnar.
Amma mín Sigurlaug las oft fyrir ævintýri, og voru sum þeirra um son karls og kerlingar í koti, sem datt í lukkupotinn og giftist prinsessunni og eignaðist með því kóngsríkið.
Í barnafantasíum mínum urði til ný ævintýri um son karls og kerlingar í íslenska kotinu sem gengi að eiga ríkiserfingjann, sem hét því ágæta nafni Margrét Þórhildur.
Síðan varð Ísland lýðveldi og þessi einhver elsta barnafantasía mín gufaði auðvitað upp.
Og þó ekki alveg, því í hvert skipti síðan, sem flaggað er fyrir íslenska þjóðhöfðingjanum kemur hún upp í hugann sem skemmtileg og skrýtin æskuminning.
Og meira en hálfri öld síðar kom í ljós að það hafði þó verið ágætt að hafa verið þegn Danakonungs fyrstu æviárin, því að Ragnar, elsti sonur minn, fékk afslátt af skólagjöldum í dönskum háskóla vegna þess.
![]() |
„Margrét er geðþekk“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2009 | 13:43
Hlunnfarnasta tónskáld sögunnar.
Höfundur lagsins "Happy birthday to you" er vafalaust hlunnfarnasta tónskáld heimssögunnar því að líklega er þetta mest sungna lag veraldar og yfirleitt aldrei fært til bókar.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvílíkur milljarðamæringur hefði höfundurinn hefði getað orðið ef hann hefði fengið höfundarréttargjöld greidd í hvert sinn.
Sem aftur leiðir hugann að því hvort fólki hefði fundist það réttlátt fyrir lag og texta sem vafalaust hefur tekið lágmarkstíma að semja.
Það minnir mig á það sem ég heyrði Magnús heitinn Ingimarsson eitt sinn segja við konu í kvennakór sem spurði hvort hanan gæti útsett ákveðið lag fyrir sig.
"Jú", svaraði hann. "Og hvað þarf ég að borga mikið fyrir það?" spurði konan. "150 þúsund krónur", svaraði Magús. ´
"Ég trúi þér ekki," svaraði konan, að þú takir svona mikið fyrir að gera þetta", greinilega stórhneyksluð.
"Nei," svaraði Magnús. "Ég sagði aldrei að ég tæki 150 þúsund krónur fyrir að gera þetta, heldur aðeins hvað þetta kostaði."
"Hvað meinarðu?" spurði, konan, ringluð.
Það stóð ekki á svarinu hjá Magnúsi. "Ég tek 20 þúsund fyrir að gera þetta, en 130 þúsund fyrir að geta það."
![]() |
Obama söng afmælissönginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)