20.9.2009 | 23:06
Man eftir hinu beina sambandi.
Obama Bandaríkjaforseti er æðsti embættismaður og valdamaður þjóðarinnar og kosinn milliliðalaust af þjóðinni í embætti. Það er greinilegt að hann er meðvitaður um þetta.
Obama gæti eytt tíma sínum eingöngu í bráðnauðsynleg störf í Hvíta húsinu, enginn efar það, enda þjóðin, sem hann þjónar, þúsund sinnum stærri en við, Íslendingar.
En æðsta skylda hans er þó að hans mati sú, að halda sem beinustu og milliliðalausustu sambandi við þjóð sína.
Það gerir hann svikalaust og hefur enginn fyrirrennara hans komið fram í fimm sjónarpsviðtölum yfir sömu helgina.
Hann man greinilega eftir því þessa daga hjá hverjum hann er í vinnu.
![]() |
Obama á útopnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.9.2009 | 21:15
Ngo Dinh Diem - Hamid Karzai.
Það er óhjákvæmilegt að bera ástandið í Afganistan saman við ástandið í Vietnam á sjöunda áratugnum.
Til að gæta hagsmuna sinna studdu Bandaríkjamenn Ngo Dinh Diem sem æðsta valdamann til að byrja með en fljótlega kom í ljós vaxandi spilling stjórnar hans.
Undirliggjandi ástæða var áreiðanlega sú að tvær samtvinnaðar ástæður valda því að valdsherrar, sem verða að treysta á stuðning utan lands frá, missa völd.
Annars vegar slævir hinn erlendi stuðningur þá og gerir þá æ háðari hinu erlenda valdi og samtímis missa þeir traust samlanda sinna vegna spillingarinnar og nýrrar kúgunar sem þessu er samfara.
Ngo Dinh Diem var úr röðum kaþólikka og varð því aldrei neitt sameiningartákn.
1963 urðu Bandaríkjamenn að losa sig við Ngo Dinh Diem með því að styðja uppreisn hershöfðingja sem létu lífláta hann.
Núverandi forseti Afganistan, Hamid Karzai, er um margt í svipaðri stöðu og Ngo Dinh Diem var í Vietnam fyrir hálfri öld. Spillingin í kringum hann verður æ sýnilegri og eru vísbendingar um stórfellt kosningasvindl aðeins eitt dæmið um það.
Engu stórveldi hefur tekist að ráða við mál í Afganistan.
Ferill Bandaríkjamanna þar er full af hræsni. Þeir studdu talibana gegn Rússum og þá byrjaði ópíumrækt þeirra sem er eitt stærsta vandamál landsmanna.
Þegar Rússar voru farnir risu talibanar að sjálfsögðu gegn Bandaríkjamönnum.
Rétt eins og í Vietnam eru landslag og aðstæður ákaflega óhagstæðar erlendum herjum og því bendir margt til þess að hernaður Bandaríkjamanna þar verði álíka vonlaus og hann var í Vietnam.
![]() |
Enginn hernaður á Friðardaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2009 | 19:47
Skaðleg afneitun.
Frá því að Adolf Hitler ritaði bók sína "Mein Kamph" og þar til slökkt var á síðustu ofnunum í Auswitch liðu ríflega tuttugu ár. Allan þann tíma lá ljós fyrir sú fyrirætlun hans og hugsjón að hreinsa Evrópu af Gyðingum.
Í öllum löndum þar sem hann komst til valda var þetta opinbert og augljóst og það er aldeilis ótrúleg bífræfni hjá forseta Írans að mótmæla því sem allar þessar þjóðir upplifðu og reyndu af hendi þessa brjálæðings.
Þessi afneitun er skaðleg því hún kemur fyrst og fremst Írönum og skoðanabræðrum forsetans í koll og hleypir illu blóði í þær deilur sem nú eru hvað hættulegastar fyrir heimsfriðinn.
Hún er svona álíka trúverðug og að Bandaríkjamenn afneituðu því nú að hafa varpað kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki eða að Bretar afneituðu því að hafa gert loftárásina á Dresden.
![]() |
Evrópusambandið fordæmir ummæli Ahmadinejads |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2009 | 13:40
Speglar ástandið.
Ef rétt er að verið sé að kyrkja starfsemi St. Jósepsspítala hægt og hljótt þá speglar það ástandið í íslensku þjóðfélagi sem stefnir í meiri samdrátt opinberrar starfsemi en dæmi eru um.
Orðið speglar er vel við hæfi, því að sú starfsemi spítalans sem annast speglanir er snar þáttur í starfsemi hans og sjálfur hef ég kynnst því hve gott starf er unnið þar.
Það þarf því að svara spurningunum um það hvert sú starfsemi fari og hvort hún verði nægilega öflug.
Speglanirnar eru oft fyrirbyggjandi aðgerðir sem geta komið í veg fyrir óþörf veikindi og dauðsföll. Veikindi og ótímabær dauðsföll eru gríðarlega kostnaðarsöm og sársaukafull fyrir þjóðfélagið og sem ánægður viðskiptavinur þessarar góðu þjónustu er mér hvorki persónulega né fyrir hönd annarra sama um það hvað verður um hana.
Svo að slegið sé á léttari strengi hef ég spurst fyrir um það hjá öðrum heilbrigðisstofnunum hvort þar séu viðrekstrarherbergi eins og er í St. Jósepsspítala og fengið dauf svör. Eftir veru mína í slíku herbergi að lokinni ristilspeglun þarna suður frá skildi ég þar eftir þessa þakkarvísu til læknisins:
Ristilspeglun indæl er /
með útkomunni glæstri. /
Ánægður ég þakka þér /
með þarmalúðrablæstri.
Fyrir ristilspeglunina er maður láttinn laxera heima hjá sér og ég var ekki nógu ánægður með leiðbeiningablaðið, sem fengin er sjúklingum í hendur þar sem aðeins er tilgreint að maður eigi að taka inn meðalið og ganga síðan um þar til það fer að virka.
Ég vildi fá nákvæmari upplýsingar um þessa laxeringargöngu og setja hana í vísuformi sem viðbót inn á eiðbeiningablaðið:
Laxeringin gengur glatt /
ef gætir þú að orðum mínum. /
Þú átt að ganga, - ekki of hratt /
og alls ekki í hægðum þínum.
![]() |
St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)