Von um nauðsynlega yfirvegun.

Fram að þessu hefur ekki örlað á yfirvegun í orkumálum Norðlendinga. Áframhaldandi viljayfirlýsing við Alcoa vegna álvers á Bakka hefði þýtt að í raun væri búið að ráðstafa allri orku Norðurlands til eins aðila. 

Alls konar óskhyggja um mun meiri orku hér og þar en gert hefur verið ráð fyrir að viðbættu því að engu náttúruundri verði þyrmt hefur sýnt að í fljótræði ætluðu menn að taka örvæntingarfullar ákvarðanir í von um skammgróða þar sem ekkert var hugsað um hagsmuni þjóðarinnar og afkomendur okkar til lengri tíma litið.

Það gleymist að enda þótt hægt sé að segja að einhver hundruð manna eða jafnvel þúsund fái atvinnu við virkjanaframkvæmdir verða jafnmargir atvinnulausir þegar virkjanaframkvæmdunum lýkur.

Einn ráðherranna á níunda áratugnum sagði að það yrði leyst með því að tryggja að aðrar virkjanaframkvæmdir tækju stanslaust við.

Aðspurður hvað myndi þá gerast þegar búið væri að virkja allt, sem tæki raunar ótrúlega skamman tíma miðað við það hver raunverulega er stutt þangað til svo væri komið, svaraði hann einfaldlega: "Það verður bara verkefni þeirrar kynslóðar, sem þá verður uppi."  

Aukin von er til þess að hægt verði að hleypa öðrum, smærri og skaplegri orkukaupendum að, þegar raunverulegri einokun Alcoa, sem fólst í viljayfirlýsingunni, verður aflétt.  

Það er von til þess að unnt verði að fara hægar og örugglegar í það að nýta orkulindir af yfirvegun þegar loks ríkir jafnræði á milli þeirra sem hægt yrði að selja hana.  


mbl.is Viljayfirlýsing ekki framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband