Borplanið og anddyri Soganna.

Mig langar til að benda á að vinstra megin á hálfhringsmynd Ragnars Axelssonar á frétt mbl.is um umhverfisspjöll við Sogin sést hið kolsvarta 3000 fermetra borplan, sem grafið var djúpt inn í græna hlíð við mynni Soganna.

Mynni Soganna eru hægra megin á myndinni og Sogalækurinn rennur um miðja mynd.

Hins vegar sést ekki framhald Sogalækjarins né gígurinn með selinu á grónum botninum, skamm frá honum. Þess vegna heldur ekki verktakavegurinn á bakka lækjarins, en þið getið séð hann á öðrum myndum sem fylgja fyrri bloggpistli mínum um þetta efni og séð slóð inn á mynd af honum.  

508958

Rétt er að geta þess að aðeins allra fremsti hluti Soganna sést á þessari annars frábæru mynd, en innri hluti þeirra á sér enga hliðstæðu hvað litadýrð snertir á Suðvesturlandi fyrr en komið er inn fyrir Landmannalaugar.

 

Ég set þessa mynd RAXa hér á síðuna með góðfúslegu leyfi hans, svo að þið getið stækkað hana með því að tvísmella á hana. 

Vísa að öðru leyti til fyrri bloggpistils míns um þetta efni. 

 


mbl.is Umhverfisspjöll við Sogalæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í góðu lagi að selja útlendingum ráðandi hlut í sjávarútveginum ?

Að venju var þátturinn "Silfur Egils" áhugaverður, ekki aðeins hvað snerti innkomu nóbelsverðlaunahafa í lok þáttarins heldur önnur umræðuefni.

Egill hefur unnið þjóðinni gríðarmikið gagn með frammstöðu sinni og er fjölmiðlamaður ársins hér á landi að mínu mati. Sem gamall RUV-ari er ég mjög stoltur af honum.

En honum urðu á mistök að mínu mati í Silfrinu í dag þegar hann setti næstsíðasta viðmælanda sinn nánast á stall á stall með Nóbelshafanum í kynningu sinni á honum og síðan í því að leita engra andsvara við málflutningi hans.

Sat þó Sveinn Aðalsteinsson enn þarna og hefði getað skotið málflutninginn um kaup Magma Energys á ráðandi hlut í HS orku fyrir spottprís til 130 ára í kaf á augabragði.

Veit ég að Sveinn hefur reynt að komast að stutt andsvar ekki fengið, líkast til vegna tímahraks sem mátti eðlilega ekki bitna á nóbelsverðlaunahafanum.  Sem fjölmiðlamaður skil ég það svosem vel, en tel að Egill hefði átt að tala fyrr í þættinum við orkumálagúrúinn svo að hægt væri að fá einhver andsvör. 

Orkumálasérfræðingurinn gaf enga skýringu á því hvers vegna HS orka og orkufyrirtækin væru jafn illa sett og raun ber vitni.

Sveinn Aðalsteinsson, sem sat þarna, hefði getað veitt gagnlegar og sláandi upplýsingar um það. 

Orkumálasérfræðingurinn taldi það fullkomlega eðlilegt að erlendir aðilar gerðu samninga á borð við þá sem Magma hefur gert, þ. e. að eignast auðsuppsprettuna í raun til 130 ára.

Sagði hann að þetta væri í lagi ef hann borgaði rentu fyrir hana.

Það vill nú svo til að Íslendingar eiga aðra auðsuppsprettu í hafinu umhverfis landið sem heitir þorskur.

Líkt og heita vatnið streymir upp úr jörðinni streymir þorskurinn inn í veiðarfærin á hverju ári.

Nú er vitað mál að eins og hjá orkufyrirtækjunum er allt í steik há sjávarútveginum sem á ekki fyrir skuldum og er á heljarþröm.

Samkvæmt kenningu orkumálasérfræðingsins væri í góðu lagi að við seldum erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum þorskkvóta landsmanna til 130 ára og ráðandi hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum landsins en fengjum í staðinn "hæfilega rentu af því eins og tíðkast á Vesturlöndum" svo að vitnað sé nokkurn veginn orðrétt til orða hans. 

Raunar yrði "rentan" framför frá núverandi ástandi sem felst meðal annars í því að hluti af launum sjómanna er í raun borgaður úr sjóðum landsmanna en ekki sjóðum vinnuveitenda þeirra.

Það breytir ekki því að nær daglega hækkar söngurinn um að við látum útlendingum auðlindir okkar í té.

Í þættinum kom fram að líkast til væri Magma Energy búið að semja við erlendir kröfuhafar skulda HS um niðurfellingu skulda.

Sé svo jafngildir það samanteknum ráðum útlendinga um að komast yfir þá auðlind sem þarna er.

  


mbl.is Jón Daníelsson: Bjartsýnni en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband