Mesta hættan, náttúruverðmætum fórnað.

Margir náttúruverndarmenn sögðu sem svo að ekki væri allt alvont við hrunið, - nú yrði kannski smá hlé á því að vaðið væri áfram með stóriðju og tilheyrandi virkjanir í skefjalausum hernaði gegn landinu. dsc00191_950344.jpg

Ég benti þá strax á það og það á eftir að koma betur á daginn, því miður, að þessu væri þveröfugt farið. 

Nú yrði hið slæma ástand notað sem afsökun fyrir því að vaða áfram af enn meiri græðgi í að láta kreppuna bitna á náttúruundrum landsins. 

Nú liggur mönnum svo mikið á að þeim er sama þótt fældir séu frá skaplegri kaupendur orkunnar. 

Lyktir Icesave-málsins og enn stærri skuldamála hrunsins munu því hafa gríðarlega þýðingu langt fram í tímann, löngu eftir að þessum fjármálavandamálum lýkur, því að náttúrueyðileggingin verður mjög víða aldrei bætt frekar heldur en var við Kárahnjúka.  dsc00205_950345.jpg

Það verður tjónið sem mun bitna á milljónum ófæddra Íslendinga um alla framtíð. 

Eitt besta dæmið er svæðið Leirhnjúkur-Gjástykki.

Stigið hefur veirð stórt skref í því að fórna því svæði með því að samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins hefur samþykkt einróma að verði gert að virkjana- og iðnaðarsvæði í skipulaginu.

P1010157

Þetta á að gera þótt með því sé óheyrilegum náttúruverðmætum fórnað fyrir mun minni fjárhagslegan ávinning en felst í því að nýta það til hæfilegrar ferðamennsku og auglýsingar fyrir landið og þjóðina sem varðveitir það fyrir mannkynið. 

 


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru innistæður útlendinga ekki þeirra mál líka?

Ef verið væri að greiða þjóðaratkvæði um vínbann á Íslandi eða um fjölmiðlalög væru það íslensk innanríkismál og því ekki við hæfi að útlendingar væru að skipta sér af því. 

En komandi þjóðaratkvæðagreiðsla er mjög óvenjuleg, ekki aðeins hér á landi, heldur væri hún það í hvaða landi sem er, vegna þess að hún er tilkomin vegna milliríkjasamnings.

Hún snýst ekki aðeins um það að íslenskt bankaútibú í útlöndum varð gjaldlþrota heldur um innstæður útlendinga í þessu útibúi, sem ekki fá sömu afgreiðslu og innstæður Íslendinga sjálfra fengu  öðrum útibúum sama banka á Íslandi.

Lög um ríkisábyrgð á Icesave-innistæðum urðu til vegna milliríkjasamninga og milliríkjasamningar Íslendinga eru ekki eingöngu innanríkismál Íslendinga heldur hljóta þeir líka að snerta þá útlendinga, sem töpuðu innistæðum sínum.  

Eða þetta hélt ég. En kannski er það bara misskilningur hjá mér.

Kannski er íslenskt innanríkismál og sú krafa okkar að við fáum þá peninga hjá Dönum sem okkur sjálfum sýnist að við þurfum.  


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband