15.1.2010 | 20:00
Jón eða séra Jón, forseti eða ekki forseti.
Við Íslendingar brosum að því að hún Dorrit okkar skyldi setja allt á annan endann með því einu að fara út að skoða í búðir eins og við erum vön að gera í útlandinu. Hefðum haldið miðað við myndir af indverska forsætisráðherranum væri meiri hætta á að hún týndist.
En þetta er bara ekki svona einfalt þegar þjóðhöfðingi eða maki hans eiga í hlut.
Um allan heim gilda alveg sérstakar öryggisreglur um þetta fólk, svo strangar, að í þau skipti sem ég fór sem fréttamaður með núverandi forseta í ferðir í Bandaríkjunum, fannst forsetahjónunum þær afar íþyngjandi og alltof strangar.
En þetta er skiljanlegt þegar að er gætt. Þjóðhöfðingjar eða æðstu embættismenn hverrar þjóðar eru álitnir sem tákn og nánast ígildi þjóðarinnar sem þeir eru fulltrúar fyrir.
Margoft kom í ljós að fyrir þjóðhöfðingja opnast dyr sem öllum öðrum eru lokaðar og má Ólafur Ragnar eiga það að hann hefur oft gagnast vel þjóð sinni í smáu og stóru þegar hann nýtir sér þetta.
Samt var það kostulegt að sjá hvernig nákvæmlega sömu ströngu reglurnar giltu um þjóðhöfðinga örþjóðar og þjóða sem eru hundrað sinnum eða jafnvel þúsund sinnum mannfleiri.
Þegar Bjarna Tryggvasyni var skotið á loft fór það mjög í taugarnar á fulltrúum Japana og Þjóðverja sem lögðu fé til geimskotsins að þeir féllu alveg í skuggann fyrir forseta Íslands vegna sérstöðu hans sem þjóðhöfðingja þótt Íslendingar legðu ekkert til skotsins.
Ég var gerður að einkaljósmyndara og kvikmyndatökumanni forsetans og fékk því að fara um allt með honum þótt enginn mætti það og taka heilmikið einkaviðtal við forstjóra NASA.
Toppurinn var þó það þegar í ljós kom að ástvinir Bjarna Tryggvasonar voru í viðtalsbanni við fjölmiðla.
Ólafur Ragnar fékk sem þjóðhöfðingi að ræða við konu hans og börn og ég að taka mynd og hljóð sem hirðljósmyndari og kvikmyndatökumaður. Greip Ólafur þá hljóðnemann eins og æfður sjónvarpsfréttamaður og tók eina sjónvarpsviðtalið sem tekið var við nokkurn aðstandenda geimfaranna !
Já, stundum verið gott að eiga séra Jón sem getur nýtt sér aðstöðu sína til ánægju fyrir Jón og Gunnu.
![]() |
Ætluðu að hefja leit að Dorrit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 13:33
Ein fljótlegasta lausnin.
Hvernig væri nú að fara að huga að ferðaþjónustunni sem einn þeirra kosta sem gefast strax til að efla hag Íslendinga?
Allt frá hruninu hefur verið stanslaus söngur um stóriðju og virkjanir sem einu lausnina þótt það lægi fyrir strax í fyrstu viku eftir hrun krónunnar að möguleikar ferðaþjónustu og sjávarútvegs stórbættust.
Viku eftir hrun mátt sjá kipp í ferðum útlendinga hingað.
Í gær heyrði ég álengdar í útvarpi um einhver 5-6000 störf sem væru að skapast í nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þykir ekki merkilegt, flokkast ásamt ferðaþjónustunni undir "eitthvað annað".
Ferðaþjónustan hefur þann kost að ekki þarf örvæntingafullar stóraðgerðir með hugarfari brunaútsölunnar til að efla hana.
Einhver sagði: Sígandi lukka er best. Hvað ætli það séu mörg ár eða áratugir síðan ég heyrði þetta síðast?
![]() |
Stærsta ferðamannaárið frá upphafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)