Jafntefli slæmt? Nei. Frábær frammistaða.

Það hefði ekki verið nein skömm að því að tapa fyrir Króatíu í leiknum sem íslenska liðið leiddi lengst af á glæsilegan hátt því að þeir hafa undanfarin ár haft á að skipa einu af 2-3 bestu liðum heims.

Enginn er betri í íþróttum en mótherjarnir leyfa og jafnteflið er afar dýrmætt fyrir liðsanda íslenska liðsins, sem á heiður skilinn fyrir frábæra frammistöðu. 


Frábær fyrri hálfleikur.

Það segir sína sögu um frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins í fyrri hálfleik á móti Króötum að þetta afburðagóða lið skuli ekki hafa skorað fleiri mörk en 12.

Það munar um minna en það þegar Ólafur Stefánsson nær sé á strik og sumt af því sem Aron Pálmarsson gerði var hreint augnayndi. 

Og nú er bara að sjá hvort hægt verður að halda þessum dampi áfram. 

 

P.S. Var að fá athugasemd um að vantaði stafina rs í föðurnafn Arons og er búinn að leiðrétta það hér með.  


mbl.is Jafntefli gegn Króötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkurnar hafa alltaf verið óendanlega miklar.

Líkurnar á því að lífverurnar á hnetti eins og jörðinni finni líf á annarri plánetu hafa alltaf verið og verða alltaf óendanlega miklar samkvæmt minni heimsmynd, sem er þessi:

Tíminn, alheimurinn og tilveran eru óendanleg, þau byrjuðu aldrei og enda aldrei. Þess vegna eru óendanlega miklar líkur á því að lif sé á óendanlega mörgum hnöttum í alheiminum.

Það er hægt að skipta tímanum í tímabil og afmarka ákveðna hluti í lengd, breidd og hæð, en ævinlega verður hvert tímabil og hver vegalengd umlukin eilífðinni, óendanleikanum.  

Ekkert í heiminum er minnst, það er alltaf hægt að finna eitthvað minna, - og sama gildir um það sem á að vera stærst, það er alltaf til eitthvað stærra. 

Það stærsta sem við getum hugsað okkur er óendanlega lítið miðað við alheiminn sem á sér engin endimörk. 

Vitneskja okkar er afstæð; því meira sem við teljum okkur vita, því minna verður það í vitund okkar og allífsins miðað við óendanleika alheimsins. 

Allt er mögulegt í eilífðinni. Við gætum þess vegna fæðst og dáið aftur og aftur, því að lífið og dauðinn eru tvær hliðar á sama peningnum, - ekkert líf er án dauða og enginn dauði án lífs. 


mbl.is Líkur á að finna líf á öðrum hnöttum aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt getur gerst í blaðamennsku.

Fréttir geta verið réttar þótt þær séu út í hött því að allt getur gerst í blaðamennsku. Eitt af fjölmörgum dæmum er sagan af páfanum sem kom til New York. 

Blaðafulltrúi páfans sagði við hann að hann skyldi vara sig á bandarískum blaðamönnum, sem væru þekktir fyrir ósvífni og fyrr að spyrja ágengra og ófyrirleitinna spurninga. Besta ráðið til að bregðast slíku væri að láta sem hann vissi ekkert um það sem spurt væri um og víkja efni slíkra spurninga þannig strax frá sér.

Þegar bandarísku blaðamennirnir komust að páfanum var sá frakkasti þeirra fyrstur til og spurði páfann: "Er það rétt að þú ætlir að láta málefni gleðikvenna hér í New York til þín taka?"

Minnugur ráðlegginga blaðafulltrúans svaraði páfinn: "Hvað, eru einhverjar gleðikonur hér í New York?"

Meira þurfti þessi blaðamaður ekki heldur sló upp í risafyrirsögn blaðs síns þessari staðreynd:

"ÞAÐ FYRSTA SEM PÁFINN SAGÐI ÞEGAR HANN STEIG Á BANDARÍSKA GRUND: "ERU EINHVERJAR GLEÐIKONUR HÉRNA?"

 


mbl.is „Algjörlega út í hött“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband