Ekki ný notkun þessa orðs.

Orðin landráð og landráðamaður hafa áður verið notuð í hita leiks í íslenskum þjóðmálum. 

Á fyrsta áratug lýðveldisins notuðu menn þetta orð á báða bóga í heitum deilum um andstæðinga sína.

Heitustu kommarnir sögðu að andstæðingarnir væru Bandaríkjaleppar sem vildu fórna sjálfstæði landsins og selja það í hendur hinu alþjóðlega auðvaldi og væru samkvæmt þessu landráðamenn.

Á móti var sagt um kommana að þeir væru Rússadindlar sem vildu gefa Rússum færi á að hernema landisð og reka með því rýting í bak vestrænna lýðræðisþjóða í varnarmálum. Þar af leiðandi væru þeir landráðamenn.

Doktor Sigurbjörn Einarsson var kallaður "smurður Moskvuagent" og á móti voru notuð mikil stóryrði um Bjarna Benediktsson, sem kallaður var öllum illum nöfnum. Jónas frá Hriflu fékk óblíða meðferð með stóryrðum þegar hann vildi gera samning við Bandaríkjamenn um þrjár herstöðvar gegn fríverslun við Bandaríkin.

Á þessum tíma voru þetta að mínum dómi lágkúruleg stóryrði á báða bóga enda voru það aðeins þjóðarsvik á borð við gerðir Quislings hins norska sem á þeim tíma flokkuðust undir landráð og gátu varðað allt að dauðadómi. 

Þá og alla tíð síðan hef ég talið fráleitt að helstu áhrifamenn þess tíma, Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson, Emil Jónsson og Einar Olgeirsson hafi verið landráðamenn. 

Ég tel hollt að íhuga þetta núna og fara varlega í notkun eins ljóts orðs og orðið landráðamaður er.  

 

 


mbl.is Nota á hugtakið landráð varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svefnlyfjavandinn.

Það sem mér finnst merkilegast við nýjustu fréttina af málum Tiger Woods er lyfjanotkkun hans. 

Þar er sagt frá því sem ósköp eðlilegum hlut að hann noti svefnlyf að jafnaði til að geta sofið. "How typisk American!"

Svefnlyfið er samkvæmt þessari frásögn, sem kannski á ekki að taka of mikið mark á, svo sterkt, að hann sofnar meiddru eftir harðan árekstur !  

Fólk á besta aldri á ekki að þurfa að nota svefnlyf nema um veikindi sé að ræða. Ef fullfrískt fólk telur sig þurfa að nota svefnlyf að staðaldri er eitthvað bogið við hugarástand þess.

Nú er það augljóst að fólk, sem er undir miklu andlegu álagi eins og títt er um afreksfólk þarf að búa yfir hæfileikum til að geta róað sig niður án lyfja og þetta getur gengið misjafnlega. 

En þá er bara að takast á við það og hafa í huga, að í mörgum tilfellum er eina ráðið við því að geta ekki sofið, að vaka!  -  Það er, að fara þá bara fram úr og vinna að einhverju viðfangsefni þangað til eðlileg þreyta og syfja gerir það eðlilegt að sofna á ný.

Einstaka vökunætur held ég að skaði ekki nokkurn mann. Þegar nóttin er orðin albjört á Íslandi og heiðskírt bliðviðri hefur mér fundist mjög heillandi að vaka eina vornótt og njóta þessa dýrðarfyrirbrigðis sem land okkar býður upp á.

Næstu nótt á eftir verður svefninn vel þeginn, djúpur og endurnærandi.

Ég held að vandi svefnlyfjanna sé meiri en marga grunar því að notkun þeirra verður að ávana, sem erfitt er að losna við. Það verður að einskonar fíkniefni. 

Með því að nota svefnlyf ákveður viðkomandi að vera ófær til athafna þriðjung úr sólarhring.  

Þessi vandi sýnir að andlegri heilsurækt er ábótavant í nútíma þjóðfélagi. 


mbl.is Hvernig Elin komst að ótryggð Tigers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband