8.1.2010 | 22:15
Hvaða fé "stingum við í eigin vasa"?
Stórskemmtileg er grein Hatterslays lávarðar um okkur Íslendinga. Þegar ég horfi á íslenska umferð og útlendingar spyrja mig hvers vegna hún sé svona finn ég ekkert annað svar en að við hefðum fyrir 1100 hundruð árum farið frá Noregi til þess að vera okkar eigin herrar en hlíta engum boðum né bönnum.
Ekki er þá ónýtt að geta vitnað í hina frægu setningu: "Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu."
Og til þess að nefna nýrra dæmi má nefna setninguna, sem við sungum öll af svo mikilli innlifun í fyrsta þorskastríðinu: "Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint!"
Það skemmir þýðinguna á texta lávarðarins að þýða orðið "unreasonable" sem " ósanngjarnir".
Hér kemur upp vandamál við þýðingar sem felst í því að blæbrigði og gildissvið orða getur verið mismunandi eftir tungumálum.
Þá verður að bera hið vandþýdda orð við annan texta á undan og eftir og þá sést af samhenginu í grein Hatterslays, að ef hann hefði meint það að Íslendingar væru "ósanngjarnir" hefði hann frekar notað orðið "unfair".
Fjölmörg dæmi eru um að merking enskra orða geti náð yfir merkingu fleiri íslenskra orða.
Þannig þýðir orðið "power" á ensku ekki aðeins "afl" heldur líka "vald".
En mikið væri nú gaman ef þessir peningar sem þjóðirnar rífast um rynnu ofan í okkar vasa hvers og eins, eins og lávarðurinn orðar það.
Það væri nú ekki ónýtt að að hvert okkar fái útborgað 2,4 milljónir út á þrjóskuna.
![]() |
Hinir þrjósku Íslendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.1.2010 | 21:52
Að móta hefð.
Forsetinn okkar talaði um lýðræðishefðina sem stæði að baki þjóðaratkvæðigreiðslum á Íslandi í frægu viðtali við grimman breskan fréttamann.
Raunar eru liðin 65 ár frá síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu og allir dauðir sem stóðu að henni, en það skiptir ekki máli heldur hitt að nú sýnist loksins vera komið að því að móta þá hefði sem forsetinn sagði að hér hefði verið.
2004 ætluðu þáverandi stjórnvöld að snúa sig út úr vandræðunum með því að leggja fram annað fjölmiðlafrumvarp sem aðeins örlítið breytt og láta það líta út sem nýtt frumvarp og synjun hins fyrra frumarps væri því ekki lengur gild.
Þetta féll um sjálft sig og þáverandi stjórnarandstaða fannst þessi útgönguleið fráleit.
Nú er hún við völd og Icesave-málið þannig vaxið að ekki kemur annað til greina en annað hvort já eða nei.
Og það þarf snör handtök, bæði vegna ákvæðis stjórnarskrárinnar og eðils málsins.
Vonandi er nú um síðir um að ræða upphaf á því sem verði hefð í íslenku stjórnarfari aukins og beinna lýðræðis á 21. öld.
![]() |
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2010 | 17:25
Stjórnarflokkarnir ráða, - ekki ráðherrar utan flokka.
Ríkisstjórn Íslands er mynduð samkvæmt stjórnarsáttmála, sem gerður var milli tveggja flokka, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra. Gylfi Magnússon varð ráðherra, eftir því sem best var vitað, sem ráðherra utan flokka.
Ekki veit ég til þess að það hafi breyst. Þess vegna verður það hvorki hann né hinn ráðherrann, sem er utan flokka, Ragna Árnadóttir sem ákveða hvort ríkisstjórnin eigi að segja af sér ef Iceasave-lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þau geta ákveðið fyrir sjálf sig hvort þau tengja stjórnarsetu sína við þetta mál, en það hefur ekkert gildi fyrir stjórnarsamstarfið.
Það geta raunar fleiri ráðherrar gert án þess að það valdi stjórnarslitum því einn ráðherra, sem er flokksbundinn í VG, þegar sagt af sér vegna Icesave-málsins án þess að það hefði áhrif á stjórnarsamstarfið, felldi stjórnina eða meirihlutafylgi fyrir málinu á þingi.
Gylfi getur, eins og allir aðrir, haft sína skoðun á því hvort rétt sé að ríkisstjórnin leggi sjálfa sig að veði í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
En einungis stjórnarflokkarnir sjálfur geta lagt þær línur sem lagðar verða, ekki ráðherrar utan flokka.
![]() |
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)