1.10.2010 | 22:50
Frábærir útrásarvíkingar.
Því miður hefur orðið útrásarvíkingur fengið á sig slæman blæ. Það er synd því að því fer fór fjarri og fer enn fjarri að það sé allt saman tómt bull og vitleysa sem djarfir og framsæknir ungir íslenskir hæfileikamenn taka sér fyrir hendur með frábærum árangri.
Ég átti því láni að fagna að vinna undir stjórn þeirra Vesturportsmanna í leikhúsinu árið 2007 og kynnast hinum ljúfa hæfileikamanni Gísla Erni Garðarssyni og samstarfsmanni hans, Víkingi Kristjánssyni.
Uppsetningin á Hamskiptunum eftir Kafka og frammistaða Gísla Arnar í því leikriti var algerlega einstæð.
Gott gengi íslensks leikhúsfólks svo sem frábærar móttökur sem Faust fær í London, að ekki sé talað um hina miklu viðurkenningu, sem Vesturport fær með leiklistarverðlaununum, er dæmi um þau tækifæri sem felast í nýtingu íslensks mannauðs á ýmsum sviðum og er forsenda fyrir góðu gengi íslensku þjóðarinnar.
Ekki dregur úr gleði minni að vita af velgengni míns góða vinar og skólabróður Þorsteins Gunnarssonar í Faust, en Þorsteinn stökk fram sem alskapaður leikari aðeins 16 ára gamall og saman áttu við saman einhverjar ánægjulegustu stundir lífs míns í sýningum Herranætur 1958, 59 og 60.
![]() |
Fengu frábærar móttökur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2010 | 16:23
Mótsagnir svona stríðs.
Hernaður með þeirri véltækni sem her NATO í Afganistan notar krefst mikilla flutninga á vistum og vopnum. Í heimsstyrjöldinni síðari unnust stríð og töpuðust jafnvel frekar vegna flutngavandamála en vopnaviðskipta á vígvellinum.
Þjóðverjar notuðu 700 þúsund hesta í innrásinni í Sovétríkin í júní 1941 auk tugþúsunda vélknúinna tækja.
Ein af aðalástæðum þess að sókn þeirra stöðvaðist aðeins 15 kílómetra fyrir norðvestan miðborg Moskvu í byrjun desember voru flutningavandamál, ekki vopnaviðskipti á vígvellinum.
Bandamenn unnu sigur í styrjöldinni á grundvelli yfirburða í framleiðslu vopna og flutningatækja.
Óli Tynes flutti athyglisverða frétt um hernaðinn í Afganistan nú í vikunni þar sem lýst var mótsögnunum varðandi hergagnaflutninga í þessu landi sem hentar svo illa til þess hernaðar af því tagi sem nýtir vestræna tækni.
komið hefur í ljós að flutningarnir á vistum og búnaði til herja NATO eru svo umfangsmiklir að ekki er herstyrkur fyrir hendi til þess að verja þá.
Ef auka á herstyrkinn verður að að auka herflutningana líka sem aftur kallar á aukna flutninga.
Til þess að bægja ógn árása skæruliðanna frá sér hafa foringjar í hernum orðið að semja við Talibana um að kaupa sér frið með því að borga þeim fyrir að láta flutningalestirnar í friði.
Minnir þetta á sambærileg fyrirbrigði í samskiptum mafíunnar við fólk og lögreglu í borgum heims þar sem mafían fjármagnar starfsemi sína með því að fá borgað fyrir að láta ákveðna aðila eða staði í friði.
Talibanar nota síðan peningana til þess að efla sig á allan hátt og þannig er í gangi hringekja mótsagna í þessu stríði sem virðist ganga lítið betur fyri innrásarher Vesturlanda en innrásarher Sovétríkjanna á sínum tíma eða her Bandaríkjamanna í Víetnam.
![]() |
Eyðilögðu tugi herbíla NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.10.2010 | 09:17
Viðsjárverðir tímar.
Líklegast horfum við nú fram á róstusaman vetur. Þegar kreppa ríkir í þjóðfélaginu eins og til dæmis var á kreppuárunum á fjórða áratugnum má búast við ýmsu.
Á þeim áratug kom í ljós að jafnvel grónar menningarþjóðir gátu hugsað sér ótrúlegustu breytingar.
Í bloggi mínu á eyjunni tek ég sem dæmi að aðeins ein eftirgjöf skulda, sem upplýst var um í Kastljósi í gærkvöldi til handa fjölskyldufyrirtækis Halldórs Ásgrímssonar nemur 2600 milljónum króna, en í aðdraganda þess höfðu eigendur fyrirtækisins skammtað sér 600 milljónir króna í arð !
Ef þessum 3200 milljónum er skipt í 320 hluta verður útkoman 10 milljónir króna. Líkast til myndi 10 milljóna króna aukaeftirgjöf á skuldum 320 heimila geta afstýrt að um þúsund íbúar þessara heimila verði bornir út á næstu vikum.
Þegar fólk sér svona dæmi blasa við og veit að þetta er aðeins eitt af mörgum skal engan undra að sitthvað geti gerst í stjórnmálum hér á landi.
Ofan á þetta bætast við órói og úlfúð á Alþingi, sem ekki var á bætandi.
Þetta er ískyggilegt í meira lagi og enginn veit hvort komandi vetur verður eitthvað líkur vetrinum 2008 til 2009.
![]() |
Skíthræddir við nýtt framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)