13.10.2010 | 20:25
Svona var þetta hér.
Silvio Berlusconi var í dálæti hjá mörgum Íslendingum á tímum veldis Davíðs og Halldórs. Nú hefur reyndum fréttamanni ítalska sjónvarpsins verið vikið tímabundið úr starfi fyrir að gagnrýna Berlusconi.
Athygli vekur að brottreksturinn er aðeins tímabundinn en ekki varanlegur eins og hér gerðist fyrir áratug þegar jafnvel var ekki látið nægja að reka viðkomandi mann heldur leggja stofnanir niður sem ekki mökkuðu rétt.
Berlusconi verður að herða sig ef hann á að ná þeim hæðum sem svona mál náður hér í aldarbyrjun.
![]() |
Refsað fyrir að gagnrýna Berlusconi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2010 | 20:17
Eva Joly hættir - og byrjar !
"Íslandsvinurinn Eva Joly hættir" er fyrirsögn fréttar um starfslok hennar hjá sérstökum saksóknara, en hitt er ekki minni frétt að hún byrjar líka, - byrjar á að vinna fyrir Björk Guðmundsdóttur og þeim sem leggjast gegn sölu íslenskra orkuauðlinda til útlendinga.
Ekki er að efa að þar er um mikilvægan stuðning að ræða eins og sést á þeim yfirlýsingum hennar að fara verði ofan í saumana á sölu HS Orku af alvöru, sem hæfi hugsanlegu sakamáli.
![]() |
Eva Joly hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 20:12
Gaman að vinna með svona fólki.
Gróskan er mikil í tónlistarlífi landsmanna þrátt fyrir Hrunið og hefur vakið athygli út fyrir landsteinana.
Ég hef átt því láni að fagna að veita smá aðstoð undanfarna daga, annars vegar Mezzoforte, sem er að fara í mikið hljómleikaferðlag víða um lönd, og hins vegar ungu fólki sem þurfti litla Fiat 500 bílinn minn til þess að nota í upptöku á tónlistarmyndbandi fyrir Iceland Airwaves.
Íslenskur menningariðnaður, sem svo má kalla íslenska listsköpun, sem blómstrar um þessar mundir, skapar miklar gjaldeyristekjur og er orðinn einn af bestu atvinnuvegum þjóðarinnar.
Skal engan undra, því að það er unun að kynnast þessu mikla hæfileikafólki, sem sprettur fram eins og lindin tær.
![]() |
Iceland Airwaves hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2010 | 11:08
Deilt um málatilbúnaðinn.
Samkvæmt forsíðufrétt Morgunblaðsins fer orka alþingismanna aðallega í það að deila um, hvort svonefnt samráð sé samráð og hvort aðgerðir til vanda heimilanna geti kallast verkáætlun eða ekki.
Stjórnarandstaðan átelur að engin verkáætlun sé fyrir hendi en kvartar á öðrum tímum yfir því að ríkisstjórnin hafi ekkert samráð heldur stilli stjórnarandstöðunni upp fyrir gerðum hlut og fari sínu fram.
Í gær sást í fréttum hvað 18% niðurf í eigu ríkisins og þar með okkar allra, og þurfi ríkið að leggja honum til stórar fjárhæðir, þarf að skera enn meira niður en nú er kvartað sáran undan að eigi að gera. elling myndi þýða fyrir íbúðalánasjóð og bankana og sker vandi íbúðalánasjóðs í augun, því að hann er jú
Stjórnarandstaðan segist ætla að "rústa fjárlagafrumvarpinu" en við fáum ekkert að vita um hvað hún sjálf ætli að reisa á þeim rústum.
Fréttir hafa verið sagðar af því erlendir fjárfestar haldi að sér höndum vegna óleystrar Icesave-deilu og þessar nýjustu fréttir um ólgu og vandræðagang hvetja þá ekki til að endurskoða það.
Á sama tíma er líka sagt frá því í fréttum að ríkisstjórnin sé átalin fyrir að "berjast með kjafti og klóm gegn því að erlenda fjárfesta inn í landið."
Það er erfitt að sjá að ofangreint ástand og mótsagnirnar í því séu uppörvandi fyrir erlenda fjárfesta.
![]() |
Engin verkáætlun kynnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)