17.10.2010 | 12:06
Góðar áherslur en svikin kosningaloforð.
Áherslur Sólveigar Dagmarar Þórisdóttur um aukið lýðræði, mannréttindi, þjóðaratkvæðagreiðslur, betri aðskilnaði þrískiptingar ríkisvaldsikns og óháða lýðræðislaga fjölmiðla eiga mikinn hljómgrunn.
Gallinn er bara sá, að ríkjandi valdastétt sér alltaf til þess að ekkert af þessu fáist fram.
Íslandshreyfingin hélt þessu öllu á lofti fyrir kosningarnar 2007 en enginn vildi hlusta.
Fyrir kosningarnar 2007 voru á lofti loforð um persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslur.
Þau hafa í raun verið svikin, því að þegar á hólminn er komið vill meirihluti þingmanna alls ekki afsala sér forréttindum, sem meðal annars eru fólgin í því að meirihluti á þingi þarf ekki að hafa áhyggjur af þingsæti sínu, vegna þess að þeir eru í svonefndum "öruggum sætum".
Ég óttast að nokkurn veginn sama verði hvað komandi stjórnlagaþing muni samþykkja, vegna þess að samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður sitjandi Alþingi að samþykkja tillögurnar og að eins muni fara um þær eins og farið hefur um persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslur.
Að undanskildum hálfum milljarði til þingsins er það alveg útlátalaust fyrir Alþingi að sefa lýðinn með því að lofa honum að blása á stjórnlagaþingi.
Eftir sem áður getur Alþingi eytt málinu að vild þegar þar að kemur.
![]() |
Vill aukið lýðræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)