Krafan um endanlausan vöxt.

Krafan um endanlausan hagvöxt og verðbólgu hefur verið einn af burðarásum hagstjórnar í heiminum.

Hún hefur verið svo grunnmúruð, jafnt í þróuðum ríkjum sem í þróunarlöndum, að það hefur verið talið sérstaklega eftirsóknarvert, sem Kínverjar og Indverjar hafa verið að gera, sem sé að ná minnst 7% hagvexti á ári. 

Annars geti þessi lönd ekki veitt íbúum sínum þau lífsgæði, sem sárlega vantar. 

En gallinn við þessa kröfu er sá að hún er það sem kallað er "expónental", þ. e. hún stenst engan veginn til lengdar og það er einfalt reikningsdæmi að sjá af hverju.

7% vöxtur á ári þýðir tvöfaldan vöxt á 10 árum,  fjórfaldan á 20 árum, áttfaldan vöxt á 30 árum, 16-faldan vöxt á 40 árum, 32- faldan vöxt á 50 árum, 64-faldan vöxt á 60 árum og 128-faldan vöxt á 70 árum. 

Svo að dæmi sé tekið um orkubúskap veraldar, þá hefur orkunotkun mannkynsins verið af þessum toga síðustu 60 ár.

Afleiðingin er trítilóð ásókn í takmarkaðar orkulindir sem getur ekki endað nema á einn veg, - með hruni. 

Þegar er komið að þeim punkti að sífellt verður erfiðara og erfiðara að finna olíulindir og æ erfiðara og dýrara er að ná olíunni úr þeim. 

Með jöfnu millibili koma bjartsýnisfréttir um fund nýrra olíulinda, oftast á norðlægum slóðum. 

Þessar fréttir virðast helst þjóna þeim tilgangi að skapa bjartsýni og traust og skyggja á þá höfuðstaðreynd sem helst má ekki koma fram.

Þegar skyggnst er undir yfirborðið og viðurkenndar tölur um þetta skoðaðar, sést nefnilega að langstærsti hluti þeirrar olíu, sem vinnanleg er á jörðinni, er í Arabalöndunum, og að þær olíulindir eru takmarkaðar og endast varla nema örfáa áratugi í viðbót. 

2007 var skrifað Reykjavíkurbréf í Morgunblaðinu þar sem því var spáð í fullri alvöru að Ísland gæti orðið "Bahrain norðursins". 

Engar tölur voru nefndar en þær voru fólu reyndar í sér að þótt öll fáanleg orka á Íslandi væri nýtt til að senda hana um sæstreng til Evrópu myndi hún verða langt innan við eitt prósent af orkuþörf álfunnar ! 

Kynslóðum framtíðarinnar á eftir að verða starsýnt á línuritið yfir orkunotkun mannkyns. 

Línan liggur ofurlágt, rétt yfir botninum, árþúsundum og öldum saman en rís síðan upp og fellur aftur niður eins og risastór spjótsoddur í stystu öld mannkynssögunnar, olíuöldinni, sem varaði aðeins í 150 ár. 

En það er nánast eins og augnablik miðað við lengd annarra alda eins og steinaldar og bronsaldar. 


mbl.is Verðbólga í Bandaríkjunum of lítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"...ekkert sem getur bilað...getur bilað....getur bilað..."

Í fréttum af sjálfstýrðum bílum er því haldið fram að ekkert í þessum sjálfstýringum framtíðarinnar geti bilað. Það minnir mig á söguna af öðru tækniundri, sem tekið var í notkun, þ. e. algerlega sjálfstýrð flugvél, án flugmanna.

Rödd sjálfvirks búnaðar, sem kom í stað flugstjórans, bauð farþega velkomna, sagði frá því hver fyrirhugaður flugtími og flugleið yrðu og endaði með því að segja: "Í þessum nýja sjálfstýribúnaði er ekkert sem getur bilað.....getur.....bilað.....getur bilað.....getur bilað.....getur bilað.....getur bilað........."


mbl.is Enginn verður við stýrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband