25.10.2010 | 19:11
Næstmikilvægasti kvennafrídagurinn?
Kvennafrídagurinn 25. október 1975 var að sönnu mikilvægasti dagur jafnfréttisbaráttunnar hér á landi og þótt víðar væri leitað.
Mikilvægi dagsins í dag er lítið minna, vegna þess gríðarlega fjölda sem tók í þátt í honum í það slæmu veðri, að margir voru ekki bjartsýnir á mikla þátttöku.
Ef áberandi fámennt hefði verið í dag hefði það að vísu verið skiljanlegt en ekki beint uppörvandi.
Ótrúlega mikil þátttaka í dag er hins vegar stórsigur fyrir jafnréttisbaráttuna og mikið gleðiefni.
![]() |
Ótrúleg samstaða kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2010 | 08:48
Andlegt afrek.
Það er auðséð á allri framgöngu kvennaliðs Gerplu að þær hafa gefið allt líf sitt og alla sálu sína í það afrek sem þær hafa unnið.
Sú var tíðin að maður brosti góðlátlega þegar horft var á íslenskt fimleikafólk á mótum hér heima og borið saman við það besta sem sýnt var í sjónvarpinu, svo óhagstæður var þessi samburður Íslendingum.
Þess meira afrek er það þegar við sendum ekki aðeins eina afreksmanneskju, heldur heilan hóp glæsifólks, sem sýnir og sannar hvað margra ára hugarefling, þrautseigja og einbeiting megnar að beygja líkamann undir járnvilja mannsins.
Frammistaða hins unga afreksfólks á sviði fimleika og knattspyrnu þessa dagana fyllir mann bjartsýni á það að komandi kynslóð og kynslóðir verði til þess að bæta fyrir það sem núverandi ráðandi kynslóð í landinu hefur mistekist.
Til hamingju, Ísland!
![]() |
„Fórum út til að rústa þessu móti“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)