"Það er alltaf gott veður á Akureyri".

Ofangreind orð nota Akureyringar iðulega þegar verið er að tala um að veður sé vont fyrir norðan.

Þau eiga vel við í dag þegar ég sæki Akureyri heim. Kom reyndar hingað í gærkvöldi.

Þegar vonskuveður er á fjallvegum hér í kring er bara búin að vera blíða hér í bænum og flugvélar koma og fara á flugvellinum.

Akureyri og svæðið þar inn af er einstaklega vel í sveit sett veðurfarslega séð, og á meðan bændur á Íslandi voru háðir því að nógu margir þurrir dagar kæmu á sumrin til heyskapar, má segja að Öngulsstaðahreppur hafi boðið upp á besta veður, sem hugsast gat til landbúnaðar á Íslandi.

Á Suðurlandi gátu komið rigningasumur eins og til dæmis sumarið 1955.

Það er hlýrra, þurrara, bjartara og lygnara hér um hásumarið en fyrir sunnan og hér koma mun hlýrri dagar þótt inn á milli geti komið kaldari dagar en syðra.

Ég tók mark á slæmri veðurspá í gær og ákvað að nota 37 ára gamlan Range Rover til að fara norður, bíl sem ég nota ekki nema brýna nauðsyn beri til að fara með mannskap og tæki í jöklaferðir eða ferðir við erfiðustu skilyrði.

Hann er breyttur, á 38 tommu dekkjum og með 35 ára gamalli Nissan Laurel dísilvél.

Búið var að var við því að flughálka og glæra svell gæti verið á fjallvegum og það kom sér vel að vera á vel negldum hjólbörðum í Bakkaselsbrekkunni.  Þar mættum við fólksbíl, sem kom að norðan og komst ekki upp brekkuna. Hafði greinilega ekkert mark tekið á hinni slæmu spá.

Orð mín varðandi negldu dekkin eiga ekki við um akstur í Reykjavík heldur einungis um akstur við sjaldgæf hálkuskilyrði á bílum, sem ekki eru fáanleg nýjustu vetrarmunstur á.

Það er engin þörf fyrir negld dekk í Reykjavík á alla venjulega fólksbíla, slíkar framfarir hafa orðið í gerð vetrarhjólbarða.

Ef allt væri tekið saman valda negldu dekkin óbeint fleiri óhöppum og slysum en sést í fljótu bragði, því að vegna þeirra liggur sleipt tjörulag ofan á götunum , sem þau hafa rifið upp úr þeim, og skrifa má ýmis óhöpp og árekstra á það


mbl.is Versnandi veður á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband