8.10.2010 | 13:32
"Glæpamennirnir" Gandhi, Mandela og King.
Ef það ætti að vera mælikvarði á Nóbelsverðlaun hvort viðkomandi hafi brotið óréttlát lög, væri vandi á höndum.
Flestir af helstu baráttumönnum fyrir mannréttindum og ýmsir aðrir, sem mótmælt hafa ranglæti og óréttlæti, hafa notað til þess ráð, svo sem "borgaralega óhlýðni" til að vekja athygli á málstað sínum.
Baráttumenn fyrir réttindum blökkumanna í suðurríkjum Bandaríkjanna og í Suður-Afríku neyddust til að brjóta gildand ólög.
Mahatma Gandi var brautryðjandi í beitingu borgaralegra óhlýðni.
Andmæli kínverskra alræðisyfirvalda hefur því holan hljóm, hvað þá þau ummæli að Liu Xiaobo sé "glæpamaður."
Rússneski rithöfundurinn Alexander Solzhenitsyn var líka stimplaður "glæpamaður" af sovéska alræðinu.
Mér skilst að samkvæmt kínverskum lögum sé öllum heimilt að hafa í frammi mótmælaaðgerðir og aðá á yfirborðinu líti þetta bara vel út.
Um þau gildi hins vegar ýmis ákvæði varðandi umsóknir og útgefin leyfi sem koma í raun í veg fyrir öll þau mótmæli sem yfirvöldum er í nöp við.
![]() |
Kína segir friðarverðlaun Lius brjóta gegn gildum Nóbels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.10.2010 | 13:10
Eitt af einkennum hlýnunar.
Einkennin sem gefa til kynna hlýnun loftslags eru fleiri en þau að sumarmánuðirnir séu þeir hlýjustu sem menn muna.
Það vorar líka fyrr og haustar seinna. Nýliðinn september var álíka hlýr og meðal ágúst.
Meðalhiti í október er 4,4 stig og í meðalári er hitinn rúmlega fimm stig í fyrri hluta mánaðarins.
Hin vegar er útlit fyrir að meðalhiti fyrri hluta mánaðarins verði 5-6 stigum hærri en það og álíka og meðalhiti ágústmánaðar.
Hitinn í október getur héðan af ekki orðið jafn lágur og í meðalári nema það frysti í lok næstu viku og verði frost það sem eftir er mánaðarins.
Ekkert bendir til þess að svo verði, heldur þvert á móti.
Ég get vel ímyndað mér að þetta "ljúfa, langa sumar" sem var heiti eins lagsins á Sumargleðiplötu, það er tímabilið 15. maí - 15. október, verði hlýjasta sumar síðan mælingar hófust.
![]() |
Áfram sumarveður á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2010 | 09:34
Sérstaða Vestfirðinga.
![]() |
Samstaðan mikil á Ísafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)